Félagsfundur fimmtudaginn 22 mars 2012

Stjórn Blindrafélagsins boðar til félagsfundar fimmtudaginn 22 mars kl 17:00 í fundarsalnum á annarri hæð í Húsi Blindrafélagsins að Hamrahlíð 17.

Á fundinum verður kynning á uppfærðri verkefnaáætlun stjórnar félagsins en nánast öll verkefni seinustu verkefnaáætlunar hafa verið afgreidd, er ýmist lokið eða komin í ferli. Á fundinum gefst félagsmönnum tækifæri á að koma með tillögur og hugmyndir að verkefnum sem þeir telja að mikilvægt sé að félagið beiti sér fyrir. Verkefnaáætlun er hluti af stefnumótun stjórnar félagsins sem sett var fram haustið 2009 eftir ýtarlega umfjöllun á vettvangi félagsins.

 

Á fundinum  verða einnig kynntar fyrirhugaðar breytingar sem gerðar verða á annarri hæðinni í húsi Bindafélagsins í tengslum við viðbyggingu við húsið sem nú standa yfir. Sigríður Halldórsdóttir arkitekt mun mæta á fundinn og kynna fyrirhugaðar breytingar sem munu meðal annars feli í sér bætt aðgengi á hæðinni.