Félagsfundur 10. nóvember.
3. nóvember, 2016
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
- Fundarsetning formanns.
- Kynning fundarmanna
- Kosning fundarstjóra og fundarritara.
- Afgreiðsla fundargerða.
- Formaður kynnir stefnumótunarvinnu stjórnar. Gerð verður grein fyrir samantekt Sigurborgar K. Hannesdóttur af Stefnumóti félagsins í maí síðastliðnum og hverng það rímar saman við stefnumótun félagsins frá 2014.
- Umræður
- Önnur mál.
Á heimasíðu Blindrafélagsins má nálgast stefnumótunargögn sem verða til umfjöllunar á félagsfundinum. Starfsfólk mun verða á staðnum til að aðstoða þá sem þess óska. Fyrir hönd stjórnar Sigþór U. Hallfreðsson Formaður e.s. Að fundi loknum boðar skemmtinefnd til samsöngs og pítsuveislu. |
|
Syngjum saman.
Í beinu framhaldi af félagsfundinum fimmtudaginn 10. nóvember næstkomandi stendur skemmtinefnd Blindrafélagsins fyrir samsöng. Hlynur Þór Agnarsson ásamt söngkonunni Elísabet Ólafsdóttir leiða sönginn. Á boðstólum verða pítsusneiðar og drykkir á vægu verði. Brýnið nú raddböndin og takið hressilega undir söngin. Skemmtinefnd. |
|
Fundargerðir til samþykktar.
Fundargerðir sem þarf að samþykkja eru: Fundargerð félagsfunds sem haldinn var 9. og 10. febrúar 2016 og fundargerð félagsfundar sem haldinn var í Blindrafélaginu miðvikudaginn 2. mars 2016 |
|
-
1. nóvember, 2016
-
25. október, 2016
-
18. október, 2016