Fundargerð stjórnar nr. 13 2018-2019

Fundargerð 13. stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2018 – 2019, haldinn miðvikudaginn 30. janúar kl. 16:00 að Hamrahlíð 17.

Mættir: Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, Lilja Sveinsdóttir (LS) varaformaður, Eyþór Kamban Þrastarson (EKÞ) gjaldkeri, Rúna Ósk Garðarsdóttir (RÓG) meðstjórnandi, Dagný Kristmannsdóttir (DK) varamaður, Rósa Ragnarsdóttir (RR) varamaður, Þórarinn Þórhallsson (ÞÞ) varamaður, Guðmundur Rafn Bjarnson (GRB) varamaður var í símasambandi og Kristinn Halldór Einarsson framkvæmdastjóri.
Fjarverandi: Hjalti Sigurðsson (HS) ritari.

1. Fundarsetning, dagskrá og lýst eftir öðrum málum.

Formaður (SUH) setti fundinn kl. 16:00 og bauð fundarmenn velkomna. SUH bar upp tillögu að dagskrá, sem send hafði verið út með fundarboðinu. Var tillagan samþykkt með þeirri viðbótartillögu frá EKÞ að bæta inn dagskrárliðnum sumarstörf.

Lýst eftir öðrum málum: Engin önnur mál boðuð

 

2. Afgreiðsla fundargerðar.

 

Fundargerð 11. og 12. fundar, sem sendar voru stjórnarmönnum fyrir fundinn, voru samþykktar með leiðréttingum á nöfnum fundargests í fundargerð 11. fundar.

3. Skýrslur bréf og erindi.

Í skýrslu formanns var fjallað um:

  • Fyrirhugaðan fund með Félags og barnamálaráðherra 6 febrúar.
  • Hádegisspjall 30. janúar.
  • Fund með Þuríði Hörpu formanni ÖBÍ 30 janúar.
  • Málstofu um punktaletur 17. janúar.
  • Samráðsfund stjórnar, deilda og nefnda 18. janúar.
  • Vinnustofa um SRFF 17. og 18. janúar.
  • NSK og NKK fundir 4. og 5. mars.
  • UNK ráðstefna 2019 - undirbúningur.
  • Aðkoma Blindrafélagsins að dagskrá menningarnætur 24. ágúst.
  • Erlent og innlent samstarf, mikilvægar dagsetningar.

Í skýrslu framkvæmdastjóra var fjallað um:

  • Rekstraráætlun fyrir 2019.
  • Rekstrarafkomu Blindrafélagsins 2018.
  • Framkvæmdir og húsnæðismál.
  • Fjáraflanir.
  • Ferðaþjónustu í Kópavogi.
  • Almannaróm.
  • Rekstrarafkomu Blindravinnustofunnar 2018.
  • Undirbúning fyrir aðalfund Blindrafélagsins 2019.
  • Hljóðbókasafn Íslands.

Erindi: Erindi frá Stanislav Sokol frá Slóveníu sem óskar eftir að hitta ungt sjónskert og blint fólk á Íslandi þegar hann kemur til landsins í vor. Erindinu vísað til Ungblindar.

4. Inntaka nýrra félaga.

Engar umsóknir lágu fyrir.

5. Rekstraráætlun 2019.

KHE kynnti drög að rekstraráætlun fyrir árið 2019. Áætlunin hafði verið send stjórnarmönnum fyrir seinasta fund, brotin niður á ársfjórðunga og bókhaldslykla og svo dregin saman á samtölulykla. Áætlunin hafði tekið smávægilegum breytingum á milli funda og var uppfærð áætlun send fundarmönnum að morgni 28.01.2019. Farið var yfir alla þætti áætlunarinnar og þær forsendur sem að hún byggir á.
Helstu stærðir í áætluninni eru:
Rekstrartekjur 238,7 m.kr.
Rekstrargjöld: 235,7 m.kr.
Rekstrarafgangur: 3 m.kr.
Við áætlun tekna er beitt varfærins sjónarmiði þar sem gert er ráð fyrir að tekjur dragist saman um 2% vegna lægri styrkja frá ríki og borg. Auk þess sem gert var ráð fyrir að heildar hækkun gjalda geti orðið allt að 10% frá seinast ári, en það veltur mikið á niðurstaða kjarasamninga, en starfsmannakostnaður er 44% af heildargjöldum félagsins.

Til einföldunar þá er kostnaður vegna viðhaldsframkvæmda utanhúss á Hamrahlíð 17 ekki inni í rekstraráætluninni, en það er kostnaður uppá 50 til 60 m.kr.
SUH bara upp tillögu um að samþykkja fyrirliggjandi rekstraráætlun og var tillagan samþykkt samhljóða.

6. Félagsfundur 21. febrúar 2019.

SUH gerði að tillögu sinni að á félagsfundinum yrði tekin til umfjöllunar könnun sem Gallup gerði fyrir félagið þar sem kannað var kynferðislegt áreiti innan Blindrafélagsins. Umræður urðu um hvaða önnur mál væri hægt að taka fyrir og eftir nokkrar umræður var samþykkt að taka einnig til umfjöllunar hugmyndir stjórnavalda að breytingum á almannatryggingakerfinu.
SUH var falið að finna fundarstjóra, fundarritara og frummælendur.

7. Framkvæmdir við Hamrahlíð 17.

KHE gerði grein fyrir að nú stæði yfir á vegum VSB verkfræðistofu magntaka og útbúa tilboðsskrá í fyrir komandi verkþætti, sem er glugga og hurðaskipti, múrviðgerðir og málun á nýju álmunni. Eitt af álitaefnunum sem þarf að skoða sérstaklega er hvort það borgi sig að ráðast í að skipta um allt gler í álmunni. Von var á þessum tillögum fyrir fundinn en þær bárust ekki. Standa vonir til þess að tillögurnar verði tilbúnar á næstu dögum og að hægt verði að kynna þær á næsta stjórnarfundi.

8. Sumarstörf.

EKÞ vakti athygli á hugmynd frá Ungblind um að skapa verkefni sem að hefðu þann tilgang að vekja athygli á og hafa áhrif á almenna vitund almennings gagnvart virkni blindra og sjónskertra ungmenna. Verkefnið yrði unnið sem sumarstörf fyrir blind og sjónskert ungmenni í samstarfi við Hitt húsið.
Stjórnin samþykkt að gefa Ungblind grænt ljós á að þróa þessa hugmynd áfram í samvinnu við skrifstofuna.

9. Önnur mál.

RR vakti athygli á boði til félagsmanna um þátttöku í vetrarhátíð Reykjavíkur 8. febrúar.
RR boðaði til tæknikvölds 26. febrúar kl. 16:30.
Fundi slitið kl. 18:35.

Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.