Í dag er merkisdagur, því íslenska aðstoðar-appið Embla er komið út, ókeypis og opið öllum. Embla skilur og talar íslensku. Hún getur svarað ýmsum spurningum, svo sem um opnunartíma verslana og fyrirtækja, veðrið og veðurspána, áætlun strætó, fólk og starfsheiti, fréttir, gjaldmiðla, landafræði, klukkuna og margt fleira. Embla er afurð sprotafyrirtækisins Miðeindar, og nýtir máltækni sem hefur verið þróuð undanfarin ár, m.a. undir hatti fimm ára máltækniáætlunar stjórnvalda og Almannaróms
Sæktu Emblu í App Store eða Play Store og prófaðu!
Rétt er að halda því til haga að það var Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi sem fjármögnuði og lét smíða raddirnar. sem að Embla nýtir sér. Samið var við pólska fyrirtækið Ivona um smíðina og voru talgervils raddirrnar Dóra og Karl teknar í notkun 2012 á degi íslenskrar tungu. Kostnaður við smíðina var um 80 millljónir íslenskra króna (500.000€). Raddirnar hafa verið til endurendurgjaldslausrar notkunnar fyrir einstaklinga sem að glíma við lestrarhamlanir ,svo sem ins og blindu, sjónskerðingu og lesblindu.
Árið 2015 keypti Amazon Ivona og þá urðu Dóra og Karl, íslensku Ivona raddirnar, að Amazon röddum og möguleikar opnuðust fyrir því að nota raddirnar í gegnum skýið, eins og til dæmis er gert í tilviki Eblu.
Blindrafélagið er ennþá að afhenda þeim sem glíma við lestrarhamlanir Dóru eða Karl til að hlaða niður á tölvuna sína, að því gefnu að þeir séu með Windovs og eins er mögulegt að fá Android útgáfu af röddunum í play store og þá getur Android síminn lesið íslensku