Dagana 11.-14. júní mun Daniel Kish verða með kynningu um hvernig hann nýtir hljóð til að átta sig í umhverfinu (echolocation) svo og námskeið til að kenna þessa tækni.
Daniel Kish er fæddur árið 1966 í Kaliforníu og missti sjónina þegar hann var 13 mánaða gamall. Hann er sérfræðingur í að nota og kenna blindum einstaklingum að átta sig í umhverfinu með því að nota hljóð og endurkast þeirra. Daniel Kish hefur farið víða um heim og kennt þessa tækni. Hann er forseti heimssamtaka um aðgengi fyrir blinda sem stofnað var árið 2000.
Daniel Kish hefur náð undraverðum árangri í þessari tækni og er mjög þekktur. Það er því mikill heiður að fá hann til Íslands en hann kemur hingað í boði Blindrafélagsins og Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar.
Nánari dagskrá verður auglýst síðar.