Dagatal Blindrafélagsins 2015

Hundagatalið 2015

Útgáfa dagatalsins er hugsuð sem fjáröflun til að standa straum af kaupum og þjálfun leiðsöguhunda fyrir blinda.

Dagatalið er með myndum af hinum ýmsu leiðsöguhundum þar á meðal Sebastian sem er fyrsti leiðsöguhundurinn sem er fæddur og þjálfaður að öllu leiti á Íslandi þar til hann tók til starfa á Patreksfirði sem fullgildur leiðsöguhundur. Einnig eru myndir úr sögu Blindrafélagsins í tilefni 75 ára afmælis þess.

Hægt er að kaupa dagatalið í netverslun Blindrafélagsins með því að smella hér.