Bresk blindrasamtök í fjáröflunargöngu á hálendi Íslands

Ferð RP fighting blindness á Íslandi hófst sunnudaginn 17 júlí, en þá fór hópurinn, sem telur 17 einstaklinga, með rútu í Landmannlaugar, með viðkomu á Þingvöllum, Geysi og Gullfoss. Mánudaginn 18 júlí er gegnið frá Landmannalaugum í Hrafntinnusker. Þriðjudaginn er síðan farið frá Hrafntinnuskeri í Hvanngil. Á miðvikudeginum er síðan gegnið frá Hvanngili í Skófluklif. Á þeirri dagleið munu nokkrir félagar frá Blindrafélaginu slást í för með breska hópnum og ganga með þeim seinustu einu og hálfu dagleiðina. Seinasti dagurinn á göngu er síðan frá Skófluklifi í Strútslaug og um Svörtufjöll. Á föstudeginum verður síðan haldið af stað til Reykjavíkur með viðkomu í Blá lóninu. Hópurinn fer síðan til baka heim laugardaginn 23 júlí.
Íslenskir fjallaleiðsögumenn  sjá um skipulag og leiðsögn.

Hér má nálgast frétt um ferðina á heimasíðu RP fighting Blindness