Lions styrkirtalgervlaverkefni Blindrafélagsins um tæpar 20 milljónir króna

Þriðjudaginn 28 júní afhenti Lionshreyfingin á Íslandi Blindrafélaginu afrakstur Rauðu fjaðrar söfnunarinnar sem fram fór 8 – 10 apríl síðast liðinn. Safnað var til styrktar talgervlaverkefni Blindrafélagsins. Samtals söfnuðust 19.327.359 kr. (Nítján milljónir þrjúhundruð tuttugu og sjöþúsund þrjúhundruð fimmtíu og níu krónur).

Upplýsingar um talgervlaverkefni Blindrafélagsins má sjá hér.

Kristinn Hannesson fjölumdæmisstjóri Lions afhendir Kristni Halldóri Einarssyni formanni Blindrafélagsins söfnunarféið undir vökulum augum Önnu Kristínar Gunnlaugsdóttur formanns Rauðufjaðrarnefndainn

Kristinn Hannesson fjölumdæmisstjóri Lions afhendir Kristni Halldóri Einarssyni formanni Blindrafélagsins söfnunarféið undir vökulum augum Önnu Kristínar Gunnlaugsdóttur formanns Rauðufjaðrarnefndainnar.

Allt söfnunarféð rennur til verkefnisins, það fer ekki króna í kostnað. Sérstakur verndari söfnunarinnar var Vigdís Finnbogadóttir. Söfnunin fór þannig fram að Lions félagar voru úti á meðal almennings helgina 8 – 10 apríl sl. og tóku á móti frjálsum framlögum í skiptum fyrir Rauðu fjöðrina, boðið var upp á þrjú innhringi númer sem símafélögin gáfu frían aðgang að og einnig voru sendar valkröfur í heimabanka landsmanna.

Fjölmargir aðilar studdu við söfnunin með því að gefa í hana fé, vinnu eða frítt auglýsingapláss. Meðal þeirra voru:

  • ·        Landsbankinn, sem jafnframt var fjárgæsluaðili söfnunarinnar.
  • ·        Eimskip, sem flutti söfnunargögn til Lions klúbba um allt land.
  • ·        Íslenska auglýsingastofna, sem gaf alla auglýsingavinnu.
  • ·        Ísafoldarprentsmiðja, sem gaf alla prentun.
  • ·        Samhentir, umbúðarlausnir, sem gáfu allar umbúðir.
  • ·        Blindrafélagið
  • ·        Þjónustu og þekkingarmiðstöð fyrir blinda sjónskerta og daufblinda einstaklinga.
  • ·        Síminn, sem gaf frían aðgang að söfnunarnúmerum.
  • ·        RUV , sem gaf auglýsingar.
  • ·        Útvarpstöðin Kaninn.
  • ·        Vefmiðilinn Pressan
  • ·        Vefmiðilinn Eyjan
  • ·        Hljóðsbók.is, sem gaf upptökuvinnu.
  • ·        Listamennirnir, sem lásu inn kynning:
    •          Diddú
    •          Erpur Eyvindarson
    •          Ilmur Kristjánsdóttir
    •          Ómar Ragnarsson
    •          Ragnar Bjarnason

Þessum aðilum, sem og öðrum sem lögðu söfnunin lið, eru færðar kærar þakkir fyrir stuðninginn. Lionsfélögum vítt og breytt um landið er færðar kærar þakkir fyrir þetta verðmæta framlag sem er mikilvægur stuðningur til aukins sjálfstæðis blindra og sjónskertra á Íslandi.