Stjórn Blindrafélagsins, samtaka blindra og sjónskertra á Íslandi, samþykkti á fundi sínum þriðjudaginn 26 janúar 2010 að styrkja endurbyggingu á skóla fyrir blinda og sjónskerta íbúa Haiti um 1000 Bandaríkjadali.
Fréttar hafa borist af því að St Vincent skólinn á Haiti, sem er skóli fyrir m.a. fyrir blinda og sjónskerta, hafi orðið fyrir miklum skemmdum. Fjöldi blindra og sjónskertara hafa ýmist tínt lífi eða misst fjölskyldu sína eða fjölskyldumeðlimi. Aðstæður blindra og sjónskertra í ringulreiðinni á Haiti eru virkilega erfiðar. Bæði European Blind Union og World Blind Union hafa sent út ákall til aðildarfélaga sinni um að bregðast skjótt við og styðja við endurreisnarstarfið, sem mikilvægt er að hefjist sem fyrst. Stjórn Blindrafélagsins hefur nú ákveðið að svara því ákalli með því að styðja endurreisnarstarfi með 1000 USD framlagi, eða sem nemur ca 2USD framlagi á hvern félaga Blindrafélagsins.
Meginmál