Blindrafélagið ræður nýjan trúnaðarmann

Haraldur Matthíasson hefur verið ráðinn sem trúnaðarmaður hjá Blindrafélaginu í 25% starfshlutfalli.Haraldur hefur verið félagsmaður í Blindrafélaginu um árabil og á að baki nám í heimspeki og guðfræði. Það er mikill akkur af því að fá Harald til starfa á þessum vettvangi og mun hann vafalaust eiga eftir að styrkja trúnaðarmannakerfi félagsins verulega.

Haraldur tekur við sem trúnaðarmaður af Ragnari Magnússyni, sem hefur verið aðaltrúnaðarmaður Blindrafélagsins um margra ára skeið við góða orðstýr. Ragnars óskaði eftir lausn frá störfum af perónulegum ástæðum og mun hans verða sárt saknað af mörgum félagsmönnum.

Um leið og Haraldur er boðinn velkominn til starfa þá eru Ragnari Magnússyni þökkuð gifturík störf sem trúnaðarmaður Blindrafélagsins..