Blindrafélagið auglýsir eftir aðgengisfulltrúa og sölumanni á aðgengislausnum.

 

Á stjórnarfundi Blindrafélagsins 7.11.2018 var ákveðið að fela framkvæmdastjóra að auglýsa eftir starfskrafti til að sinna ferilfræðilegum aðgengisverkefnum í bæði almennu og opinberu rými. Um er að ræða 50% starfshlutfall sem ráðið verður í til 6 mánaða, frá janúar  2019, en að þeim tíma liðnum verður lagt mat á árangur og framgang verkefnisins.

Starfslýsing:
Samskipti og samstarf við: Umferlisteymi Þjónustu og þekkingamiðstöðvarinnar fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón og heyrnarskerðingu, hönnuði, framkvæmdaraðila, stjórnvöld og fjölmiðla í þeim tilgangi að vekja athygli á ákvæðum laga, reglna, staðla og góðra venja þegar kemur að aðgengislausnum í bæði almennu og opinberu rými og þrýsta á um úrbætur þar sem þeirra er þörf.   
Kynna og vekja athygli á lausnum sem að eru til fyrirmyndar.    
Kynning og sala á aðgengislausnum sem að Blindrafélagið er með umboð fyrir. 

Leitað er eftir einstaklingi með frumkvæði og góða samskiptaeiginleika. Reynsla af sölumennsku er kostur. 

Umsóknir skal senda á khe@blind.is.
Umsóknarfrestur er til og með 30.11.2018.