Blindrafélagið benti yfirvöldu á með bréfi þann 19 október að mikilvægt væri að huga að því að tryggja sjálfstæðan kosningarétti blindra og sjónskertra einstaklinga. Vísaði félagið í því sambanditil samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Nú er komin yfirlýsing frá Dóms og mannréttindaráðuneytinu um málið og er hún svohljóðandi:
Í venjulegum kosningum hefur sérstökum óskum blindra og sjónskertra verið mætt á þann veg að útbúin eru sérstök blindraspjöld á borði í kjörklefanum, þannig að þeir sem kunna Braillé-blindraletrið geti sjálfir og einir síns liðs í kjörklefanum merkt við þann listabókstaf sem þeir greiða atkvæði sitt.
Ekki er unnt í kosningunum til stjórnlagaþings að útbúa blindraspjöld, því að kjósendur eiga að rita fjögurra tölustafa auðkennistölur í minnst eina og mest 25 vallínur.
Til þess að koma til móts við þarfir þessa hóps er heimilað að kjósendur í þessari stöðu geti haft með sér aðstoðarmann að eigin vali, en auk þess er talið nauðsynlegt kjörstjóri eða annar af hálfu kjörstjórnar sé viðstaddur þegar seðillinn er fylltur út.
Hið sama gildir við atkvæðagreiðslu utan kjörfundar."
Yfirlýsinguna má einnig lesa hér.