Bæjarstjóraskipti kosta margfalt meira en ferðaþjónusta blindra

Samkvæmt fréttum þá er nemur viðbótarkostnaður Kópavogsbæjar vegna tilfærslu fyrrverandi bæjarstjóra Kópavogsbæjar í starfi innan bæjarkerfisins 13 – 14 milljónum króna. Til samanburðar þá myndi það kosta Kópavogsbæ um 3 milljónir króna á ari að sjá öllum lögblindum íbúum bæjarfélagsins fyrir akstursþjónustu sem samræmist gildandi lögum og Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, samkvæmt úttekt Blindrafélagsins. Úttektin hefur verið kynnt bæjaryfirvöldum í Kópavogi, sem hafa hafnað því að semja við Blindrafélagi um málið sem nú er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjaness. Enginn munur er á afstöðu nýja og gamla meirihlutans í málinu og stöðugt hefur verið vísað til fjárskorts og fjárhagsáætlunar í þau fáu skipti sem tekist hefur að fá einhver viðbrögð frá Kópavogsbæ.

Sjá frétt um bæjarstjóraskipti:
http://mbl.is/frettir/innlent/2012/02/29/ekki_samkvaemt_radningarsamningi/

Sjá frétt um málaferli gegn Kópavogi:
http://www.blind.is/frettir/nr/1358