Ályktun opins fundar um námsaðstöðu blindra og sjónskertra:

„Tími framkvæmda runninn upp”


Ályktun opins fundar á vegum Blindrafélagsins, samtaka blindra og sjónskertra á Íslandi, undir yfirskriftinni „Þurfa blindir menntun? Aðgengi blindra og sjónskertra að námi”, haldinn á Grand Hotel þriðjudaginn 27. febrúar 2007:

“Fundurinn skorar á menntamálayfirvöld að beita sér nú þegar fyrir því að sett verði á fót þekkingar- og ráðgjafarmiðstöð í skólamálum blindra og sjónskertra.

Í skýrslu sem samin hefur verið af tveimur breskum sérfræðingum, þeim John Harris og Paul Holland, og gerð var fyrir tilstuðlan Blindrafélagsins, kemur glöggt fram að brýn nauðsyn er á að stofna slíka miðstöð. Fundurinn leggur áherslu á að fyrrnefnd skýrsla verði höfð að leiðarljósi þegar skipulögð verður þjónusta við blinda og sjónskerta námsmenn.

Fundurinn skorar á menntamálayfirvöld að tryggja að allir grunn- og framhaldsskólanemendur landsins hafi jöfn tækifæri til að afla sér menntunar.

Fundarmenn telja að tími umræðna og vangaveltna sé liðinn og tími framkvæmda runninn upp.”

Hér fara á eftir tvær útgáfur af skýrslu John Harris: "Endurskoðun á menntunarmöguleikum sjónskertra barna á Íslandi." bæði á ensku og í íslenskri þýðingu.

Skýrsla John Harris

Skýrsla John Harris (Þýðing)