Mobile Speak útgáfa 3,0
Til að halda blindum og sjónskertum með í nýjustu tækninýjungum í GSM símatækninni hefur Code Factory gefið út Mobile Speak útgáfu 3,0 sem virkar í flestum símum með Symbian seríu 60, 3. útgáfu. Þessi útgáfa gefur Code Factory forskot á samkeppnisaðilana í fjölda síma sem forritið virkar á, þar sem það virkar á flesta Symbian farsíma, Windows Mobile, SmartPhones og Vasatölvur.
Í mörg ár hefur Mobile Speak verið mikils metið sem skjálestrarforrit og vel þekkt fyrir mikil afköst, auðvelda notkunnareginleika og stillingar, auk samkeppnishæfs verðs. Með alþjóðlega viðurkenndan og verlaunaðan upplestrarhugbúnað eins og Acapela, Fonix og Loquendo auðfáanlegt í u.þ.b. 20 tungumálum, Dreifingaraðlar jafnt sem notendur halda áfram að líta á Mobile speak sem besta kostinn í skjálestrarforritum í farsímum.
Mobile Speak útgáfa 3,0 bíður uppá spennandi nýja kosti:
* Stuðningur fyrir seríu 60, 3. útgáfu af nýjustu kynslóð farsíma með Symbian 9.x stýrikerfinu.
* Aðgangur að innbyggðum MP3 spilurum á seríu 60, 3. útgáfu á farsímum.
* Endurbættur og sjálfstæðari grunnhugbúnaður (sérstaklega á
nýrri farsímum).
* Nýr lyklaborðs hjálparhamur sem gefur notendum kost á að læra stýrihnappastillingar Mobile Speak og lyklaborðsuppsetningu farsímans án aðstoðar.
* Möguleiki á að slökkva eða kveikja á upplestri leyninúmera.
* Endurbættur og stöðugur stuðningur við blindraletur.
* Stuðning fyrir fleiri blindraleturstæki frá Baum, Optelec og HumanWare.
Eins og fyrri útgáfur af Symbian seríu 60, Mobile Speak útgáfa 3,0 gefur notendum kost á að:
* Hringja og taka á móti símtölum.
* Skrifa og lesa SMS, MMS og tölvupósts skilaboð.
* Vafra um internetið notandi þjónustuhugbúnað.
* Sjá um símtalsskráningu og símaskrá farsímans.
* Nota dagatal og áminningarlista.
* Stilla klukku og vekjara.
* Breyta útlitsham og stillingum farsímans.
* Að nota aðra möguleika símans eins og reiknivél, talnabreita, minnismiða og skráar umsjón.
* Nota þriðja aðla hugbúnað fyrir Symbian seríu 60, 3. útgáfu.
* Tengja við tölvur, farsíma og önnur tæki.
Fostjóri CodeFactory Eduard Sánchez lét hafa eftir sér. Við trúum að skuldbinding Code Factory við að aðstoða blinda og sjónskerta einstaklinga með afurðum okkar verði ekki takmörkuð við að þróa öflug og kraftmikinn skjálestrar- og skjástækkunarhugbúnað fyrir farsíma sem eru á almenningsmarkaði, en líka að halda áfram að veita þeim sem bestan aðgang tæknilausna eftir því sem fleiri tæki verða aðgengileg á meirihluta markaðarsins.
Fleiri tegundir farsíma eru núna aðgengilegri með því nota Mobile Speak 3. útgáfu þar sem samhæfinleikalistinn inniheldur núna Symbian seríu 60, 3. útgáfu smartphones eins og Nokia 3250, Nokia 5500 Sport, Nokia E-útgáfan (E50, E60, E61, E62 OG E,70) og Nokia N-útgáfuna (N71, N73,N75, N80, N91, N92, N93 og N95).
Ný hljóð kynning á ensku og spænsku mun verða möguleg á vefsíðunni okkar www.codefactory.es. Hljóð kynningin mun útskýra möguleika vörunnar okkar, auk útskýringu á því hvernig á að nota Mobile Speak frá því að setja upp forritið að því að hlusta á innri stillingar til að geta notið til fulls alla möguleika Symbian Smartphone farsímanns. Þetta er aðeins byrjunin á því hvað viðskiðtavinir Code Factory geta búist við í áframhaldandi sókn í að skapa framúrskarandi tæknivörur.
Forritið er til sölu hjá Örtækni, Hátúni 10, Reykjavík og kostar kr. 19.500 með uppsetningu.