Söfnuninni sem fer fram á www.obi.is lýkur á miðnætti í kvöld, 10. nóvember. Ellen Calmon, formaður ÖBÍ, mun afhenda innanríkisráðherra undirskriftirnar við Alþingi á morgun miðvikudaginn 11. nóvember kl. 12.30. Þá verður öllum þingmönnum afhent ósk fatlaðs fólks á táknrænu formi.
*Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er leiðarvísir að því hvernig tryggja skal fötluðu fólki mannréttindi og tækifæri til jafns við aðra í lífinu og gera því þannig kleift að vera virkir þátttakendur í samfélaginu.151 land hefur fullgilt samninginn og aðeins örfá Evrópulönd eiga eftir að fullgilda hann. Ísland er annað tveggja Norðurlanda sem ekki hafa fullgilt hann, hitt er Finnland sem er að ljúka við vinnu við fullgildingu um þessar mundir.
Nánari upplýsingar veitir Ellen Calmon í gsm. 694 7864