Hækkun á kostnaðarþrepum í ferðaþjónustu Blindrafélagsins

Til samræmis við hækkun á verðskrá Hreyfils, sem tók gildi 1. október, þá hækka kostnaðarþrepin í ferðaþjónustu Blindrafélagsins sjálfvirkt. Í nýgerðum samningi Blindrafélagsins og Velferðarsvið Reykjavíkurborgar,  er kveðið á um að fyrsta kostnaðarþrep ferðaþjónustunnar skuli miðast við 25 ekna km a dagtaxta og næstu kostnaðarþrep þar á eftir skuli hlaupa á 2000 krónum.

Kostnaðarþrepin og kostnaðarþátttakan frá 1. október mun því verða:

Ferð upp að 6.230 kr. kostnaðarþátttaka 400 kr.
Ferð frá 6.231 kr til 8.230 kr. kostnaðarþátttaka 800 kr.
Ferð frá 8.231 kr til 10.230 kr. kostnaðarþátttaka 1.200 kr. 
o.s.frv.

Frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Blindrafélagsins