Hin árlegu FÍT-verðlaun, sem veitt eru af Félagi íslenskra teiknara, verða afhent næstkomandi miðvikudag, 9. mars. Verðlaunin eru veitt fyrir þau verk sem sköruðu fram úr á sviði grafískrar hönnunar og myndskreytingar á liðnu ári.
Í keppnina senda verk bæði auglýsingastofur og einyrkjar auk þess sem nemendur í grafískri hönnun senda verk í sérstakan nemendaflokk, að því er fram kemur í tilkynningu frá FÍT.
Það er athyglisvert að allar þessar vefsíður skuli falla á aðgengisprófi sem metur hvort að síðurnar séu öllum aðgengilegar. Lágmarks einkunn til að vefsíður nýtist blindum, sjónskertum og hreyfihömluðum er 95.00. Ef horft er til leitarvéla þá mundi Google aldrei gefa þessum síðum hátt skor, þar sem leitarvélarbestun og aðgengi haldast í hendur hvað varðar skor á vefsíðum. Það að þessar síður skori eins lágt í aðgengisúttekt og raun ber vitni bitnar því á sýnileika þeirra á vefnum.
Skoðum aðeins vefsíðurnar sem hlutu tilnefningu.
Gengi.is
Hönnuður: Steinar Ingi Farestveit
Stofa: Kolibri
Unnið fyrir: Gengi.is ..
Einkunn fyrir aðgengi .....84.57 .....FALL
Hverfisskipulag.is
Hönnuður: Atli Þór Árnason
Stofa: Brandenburg
Unnið fyrir:
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar
Einkunn fyrir aðgengi ......87.49......... FALL
Innrifegurd.bluelagoon.is
Hönnuður: Helgi Páll Einarsson
Stofa: Kolibri, Döðlur
Unnið fyrir: Bláa Lónið
Einkunn fyrir aðgengi.63.11. FALL
Nordicvisitor.is
Hönnuður: Guðmundur Sigurðsson
Stofa: Kosmos & Kaos
Unnið fyrir: Nordic Visitor.
Einkunn fyrir aðgengi 88.58.FALL
Ortype.is
Hönnuðir: Guðmundur Úlfarsson, Mads Freund Brunse, Owen Hoskins
Stofa: GUNMAD
Unnið fyrir: Or Type.
Einkunn fyrir aðgengi 85.16 FALL
VIS.is
Hönnuður: Steinar Ingi Farestveit
Stofa: Kolibri
Unnið fyrir: VÍS.
Einkunn fyrir aðgengi 73.18. FALL
Að gera vefsíður aðgengilegar er hvorki flóikið né kostnaðarsamt og býður Blindrafélagið vefsíðuhönnuðum upp á ráðgjöf í þeim efnum.
Nánari upplýsingar gefur Steinar Björgvinsson í síma 845 3777.