Umsjónarmenn fyrir félagsstarf Blindrafélagsins

Blindrafélagið heldur úti metnaðarfullu félagsstarfi „Opnu húsi“ fyrir félagsmenn sína að jafnaði tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum í u.þ.b. 9 mánuði á ári. Opna húsið hefst kl. 13:00 og stendur að jafnaði í 2 tíma.
Auglýst er eftir umsjónarmönnum frá 1. sept. 2012. Viðkomandi þarf að vera félagslyndur, geta haldið uppi fjöldasöng, lesið skýrt og hafa almenna hæfni til að umgangast eldri borgara. Umsjónarmaður þarf að sinna dagskrárgerð að hluta og vera fær um að finna áhugaverða gesti og listafólk, og fara með hópnum í stuttar ferðir.
Til greina kemur að ráða umsjónarmenn sem vilja taka að sér 1 – 3 skipti í mánuði.
Opið hús Blindrafélagsins er rekið með menningarlegum blæ og umsjónarmenn þurfa að starfa með hugsjón í huga.
Umsóknir þurfa að berast til framkvæmdastjóra Blindrafélagsins, Hamrahlíð 17, eigi síðar en 9. júlí 2012.
Nánari upplýsingar veita:
Steinunn H Hákonardóttir, félagsmálafulltrúi – sími: 525 0018 – steinunn@blind.is
Ólafur Haraldsson, framkvæmdastjóri – sími: 525 0003 – olafur@blind.is