Búið er að setja upp hljóðmerki við gönguljós á gatnamótum Hrafnagilsstrætis og Þórunnarstrætis. Fyrst um sinn eru hljóðmerkin eingöngu yfir Hrafnagilsstræti austanmegin og yfir Þórunnarstræti norðanmegin við gatnamótin. Þetta hefur átt langan aðdraganda en við Menntaskólann á Akureyri stunda nokkrir sjónskertir og blindir nemendur nám sem þurfa að komast nær daglega yfir þessi gatnamót. Það er ekki búið að stilla endanlega hljóðstyrkinn en notendur munu nú prófa búnaðinn og gefa skýrslu eftir það til starfsfólks Þjónustu- og þekkingamiðstöðvarinar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda eisntaklinga sem unnið hefur að þessu verkefni. Til hamingju Akureyringar