Af aðalfundi Blindrafélagsins

Aðalfundur Blindrafélagsins, samtaka blindra og sjónskertra á Íslandi, var haldinn laugardaginn 19 maí. Á fundinum var Kristinn Halldór Einarsson endurkjörinn formaður félagsins með 80% greiddra atkvæða, í framboði gegn honum var Friðgeir Þ. Jóhannesson.
Aðrir sem kosnir voru í aðalstjórn félagsins voru: Halldór Sævar Guðbergsson og Rósa María Hjörvar. Sem varamenn í stjórn voru kjörin þau Eyþór Kamban Þrastarson og Rósa Ragnarsdóttir. Aðrir í stjórn félagsins eru Ólafur Þór Jónsson og Mariakaisa Matthíasson sem aðalmenn og Haukur Sigtryggsson og Hlynur Þór Sveinsson sem varamenn.

Á fundinum var fjórum einstaklingum veittur Gulllampi Blindrafélagsins, en það er æðsta heiðursmerki félagsins. Þau sem fengu Gulllampann eru: Brynja Arthúrsdóttir félagsmaður Blindrafélagsins, Guðmundur Viggósson augnlæknir, Gunnar Guðmundsson félagsmaður Blindrafélagsins og Margrét F. Sigurðardóttir kennari.

Gull2012

Á myndinni veita viðtöku Gulllampa Blindrafélagsins, talið frá vinstri, Ólafur Þór Jónsson fyrir hönd Margrétar F. Sigurðardóttur kennara, Guðmundur Viggósson augnlæknir og Brynja Arthúrsdóttir. Gunnar Guðmundsson var forfallaður.

Nánari upplýsingar um úrslit kosninga:

Til formanns:
Friðgeir Jóhannesson – 8 atkvæði
Kristinn Halldór Einarsson – 51 atkvæði
Auð og ógild  – 3 atkvæði

Í aðalstjórn:
Halldór Sævar Guðbergsson - 43 atkvæði
Rósa María Hjörvar – 39 atkvæði
Eyþór K Þrastarson – 21 atkvæði
Friðgeir Þ Jóhannesson – 11 atkvæði
Margrét Guðný  Hannesdóttir – 7 atkvæði
Auð – 1 atkvæði

Í varastjórn:
Eyþór K Þrastarson - 41 atkvæði
Rósa Ragnarsdóttir – 40 atkvæði
Sigurjón Einarsson – 18 atkvæði
Margrét Guðný Hannesdóttir – 15 atkvæði
Friðgeir Þ Jóhannesson – 5 atkvæði
Auð – 3 atkvæði

Eftirtalin náðu því kjöri:

Formaður til tveggja ára: Kristinn Halldór Einarsson

Í aðalstjórn til tveggja ára: Halldór Sævar Guðbergsson og Rósa María Hjörvar

Í varastjórn til tveggja ára: Eyþór K Þrastarson og Rósa Ragnarsdóttir

Stjórn félagsins er því þannig skipuð:

Formaður:
Kristinn Halldór Einarsson

Aðrir aðalstjórnarmenn eru:
Halldór Sævar Guðbergsson
Rósa María Hjörvar
Marjakaisa Matthíasson
Ólafur Þór Jónsson

Varamenn i stjórn eru:
Eyþór K Þrastarson
Rósa Ragnarsdóttir
Haukur Sigtryggsson
Hlynur Þór Agnarsson

Í kjörnefnd voru eftirtaldir einstaklingar kosnir:
Arnheiður Björnsdóttir
Bessi Gíslason
Brynja Arthúrsdóttir
Varamaður:
Sigtryggur Eyþórsson

Skoðunarmenn reikninga voru kjörin:
Jón Heiðar Daðason
Ólöf Guðmundsdóttir
Varamenn:
Hjörtur Heiðar Jónsson
Sigþór U Hallfreðsson

Lagabreytingatillaga:
Gísli Helgason lagði fram breytingartillögu á lögum félagsins um afnám kjörgengis bakhjarla til stjórnar félagsins en í dag hafa þeir heimild til að sitja þar í minnihluta. Tillagan var felld.