Þrír félagsmenn Blindrafélagsins eru núna í sumarvinnu við að því að skoða aðgengi fyrir fatlaða í borginni, þær heita Áslaug Ýr, Snædís Rán og Helga Dögg en kalla sig „skytturnar þrjár“. Markmið þeirra er að skoða aðgengi í borginni með það að leiðarljósi að bæta það, þær vilja stuðla að vitundavakningu meðal íslendinga um hvað gott aðgengi er og hvernig á að ná því fram t.d. með því að setja miða á bíla sem lagt hefur verið ólöglega upp á gangstéttir og tala við verslunareigendur sem eru með auglýsingar úti á miðjum gangstéttum. Einnig er hugmyndin að skoða aðgengi á kaffihúsum í miðbæ Reykjavíkur. Vonast þær til að fá tíma með borgarstjóranum Jóni Gnarr. Þær ætla að lesa Sáttmála Sameinuðu þjóðanna og bera saman við aðstæður hér á Íslandi, og sjá hvort aðgengi hér sé í samræmi við sáttmálann. Skytturnar þrjár gera allt fyrir aðgengi, enda hafa þær sjálfar mikla reynslu af þeim hindrunum sem verða á vegi þeirra.
Lengst til vinstri er Snædís Rán, í miðjunni er Helga Dögg og lengst til hægri er Áslaug Ýr.
Aðstandendur verkefnisins eru:Blindrafélagið, Samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga og Reykjavíkurborg.