Nokkrir fulltrúar frá Íslandi sitja þingið, þau Kristinn H. Einarsson gjaldkeri stjórnar, Bergvin Oddsson meðstjórnandi, Gunnar Már Óskarsson varastjórnarmaður og Ólafur Haraldsson framkvæmdastjóri.
Þingið er mjög fjölmennt, um 300 manns frá 40 löndum taka þátt í því.
Í dag fór fram kosning í stjórn Evrópusamtaka blindra og gerðust þau merku tíðindi að Sigrún Bessadóttir, sem búsett er í Finnlandi, var kosin í stjórnina með 70% greiddra atkvæða.
Á þessu þingi var tekin ákvörðun um að fjölga í stjórn Evrópusamtakanna, úr 11 manns í 13, og er Sigrún í hópi 8 meðstjórnenda. Hún hlaut rúmlega 170 atkvæði í kosningunum og aðeins tveir meðstjórnendur hlutu fleiri atkvæði. Þetta er því afar glæsileg kosning.
Þetta eru mikil og góð tíðindi og vil ég fyrir hönd Blindrafélagsins óska Sigrúnu innilega til hamingju með glæsilega kosningu og einnig óska henni velfarnaðar í störfum sínum fyrir Evrópusamtök blindra.
Húrra fyrir þér Sigrúnu!!