Lagabreytingatillögur frá Bergvini Oddssyni.

Flutningsmaður: Bergvin Oddsson

1. gr.
Félagið heitir Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi. Heimili þess og varnarþing eru í Reykjavík.

Enskt heiti þess er Blindrafelagid, the Icelandic Association of blind and partially sighted people.

 

Athugasemdir:
Greinin er færð til eðlilegs málfars.
Þá er lagt til að í enska heitinu sé notað orðið Association í stað Organisation þar sem fyrra orðið er í eðli sínu nákvæmari skýring á samtökum. Einnig er lagt til að í ensku heitinu sé bæði getið um blindu og sjónskerðingu og því verði orðin "blind" and "partially sighted) notuð. Norsku blindrasamtökin hafa tekið upp samsvarandi heiti.

7. gr.
Lagt til að orðið "hafi" verði "hafa" enda er það eðlilegra málfar.

8. gr.
Lagt er til að 8. liður verði þannig:
Kjör 5 manna laganefndar til tveggja ára í senn. Hlutverk hennar er að fara yfir og endurskoða lög félagsins. Auk þess tekur hún til athugunar tillögur sem henni kunna að berast og kynnir þær á félagsfundi.Til þess að tillögurnar hljóti samþykki skulu þær hljóta meirihluta atkvæða á félagsfundi. Aðalfundur greiðir síðan um þær atkvæði.

11. gr.
Ný grein komi inn og númer annarra greina breytist samkvæmt því.

Starfsmenn Blindrafélagsins sem þiggja reglulegar launagreiðslur eru ekki kjörgengir til stjórnarstarfa.Starfsmenn félagsins kjósa úr sínum hópi einn fulltrúa. Hefur hann rétt til að sitja stjórnarfundi og hafa málfrelsi og tillögurétt.