Laugardaginn 15. apríl kl 13:00 rann úr frestur til að skila inn framboðum til stjórnar Blindrafélagsins fyrir aðalfundi félagsins sem fram fer laugardaginn 6 maí. Kosnir verða tveir aðalmenn og tveir varamenn til tveggja ára. Sjá frekar í lögum félagsins hér.
Þegar að framboðsfrestur rann úr höfðu eftirtaldir aðilar sent inn tilkynningu um framboð:
- Guðmundur Rafn Bjarnason
- Hjalti Sigurðsson
- Inga Sæland
- María Hauksdóttir
- Rósa Ragnarsdóttir
- Rúna Garðarsdóttir
- Sigurður G. Tómasson
- Vilhjálmur H. Gíslason
Samkvæmt lögum félagsins ber stjórninni nú að undirbúa kosning á aðalfundi félagsins þann 6 maí næstkomandi og verður öllum frambjóðendum gefinn kostur á að kynna sig á miðlum félagsins.
Um leið og framboðsfrestur rann út, rann út frestur til að skila inn tillögum að lagabreytingum. Lagabreytingatillögur bárust frá stjórn félagsins, sem seinasti aðalfundur fól að fara yfir lög félagsins, og frá Bergvini Oddssyni. Lagabreytingatillögurnar verða birtar á miðlum félagsins eftir helgi að loknum prófarkalestri.