Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst á skrifstofu félagsins að Hamrahlíð 17 föstudaginn 21. apríl kl 09:00 og verður hægt að kjósa á venjulegum skrifstofutíma. Steinunn Hákonardóttir og Lára Kristín Lárusdóttir starfsmenn á skrifstofu félagsins sjá um atkvæðagreiðsluna og veita einnig allar nánari upplýsingar.
Aðalfundur Blindrafélagsins verður haldin laugardaginn 6. maí og hefst kl. 13:00. Á fundinum verður kosinir 2 aðalmenn í stjórn og 2 varamenn.
Reglur um kosningar í stjórn Blindrafélagsins á aðalfundi 2017.
Í 4 mgr. 8. gr. laga Blindrafélagsins er kveðið á um að stjórn félagsins skuli setja reglur um framkvæmd kosninga og utankjörfundaratkvæðagreiðslu í tengslum við kosningu í stjórn Blindrafélagsins á aðalfund þess.
Á stjórnarfundi Blindrafélagsins þann 7. apríl samþykkti stjórn Blindrafélagsins einróma eftirfarandi reglur og fól skrifstofu félagsins framkvæmd kosninganna.
I. Félagsmenn geta greitt atkvæði með eftirfarandi hætti:
a. Á aðalfundi félagsins.
b. Utankjörstaðar á skrifstofu Blindrafélagsins og á skipulögðum kjörfundum landsbyggðadeilda. Skipulagðir
kjörfundir verða boðaðir á þeim stöðum þar sem starfandi eru landshlutadeildir innan Blindrafélagsins.
c. Félagsmenn sem hvorki geta mætt á aðalfund eða kjörfund til að greiða atkvæði í kosningum, geta beðið
um aðstoð á skrifstofu félagsins og fengið að kjósa þar sem þeir dvelja með póstkosningu.
II. Kosning á aðalfundi félagsins:
a. Aðeins félagsmenn sem greitt hafa félagsgjaldið geta greitt atkvæði. Mikilvægt er að félagsmenn mæti með skilríki á aðalfund.
b. Kjörgögn skulu útbúin þannig að sem flestir geti kosið á sjálfstæðan máta.
c. Heimilt er að koma með aðstoðarmann ef þess er óskað, en einnig er hægt að fá aðstoð hjá starfsfólki fundarins sem bundnir eru trúnaði ef óskað er eftir aðstoð við kosningu.
III. Utankjörstaðaratkvæðagreiðsla á skrifstofu félagsins:
a. Opnið verður fyrir utankjörstaðaratkvæðagreiðslu á skrifstofu félagsins að minnsta kosti tveimur vikum fyrir aðalfund og er hægt að kjósa á opnunartíma skrifstofunnar fram að aðalfundi. Allir félagsmenn, óháð búsetu, geta mætt á skrifstofu félagsins og greitt atkvæði á þessum tíma.
b. Aðeins félagsmenn sem greitt hafa félagsgjaldið geta greitt atkvæði.
c. Kjörgögn skulu útbúin þannig að sem flestir geti kosið á sjálfstæðan máta.
d. Heimilt er að koma með aðstoðarmann ef þess er óskað, en einnig er hægt að fá aðstoð hjá starfsfólki skrifstofunnar sem bundnir eru trúnaði ef óskað er eftir aðstoð við kosningu.
e. Tvö vitni þurfa að votta utankjörstaðaratkvæðið og er því mikilvægt að félagsmenn mæti með skilríki á kjörstað. Hægt er að mæta með vitni ef þess er óskað, en einnig geta starfsmenn skrifstofunnar vottað undirskriftina.
IV. Utankjörstaðaratkvæðagreiðsla á boðuðum kjörfundum:
a. Boðað verður til kjörfundar í þeim landshlutadeildum sem eru starfandi innan félagsins. Kjörfundir verða haldnir nokkrum dögum fyrir aðalfund og verða auglýstir á miðlum félagsins.
b. Allir félagsmenn, óháð búsetu, geta mætt á kjörfund og greitt atkvæði.
c. Aðeins félagsmenn sem greitt hafa félagsgjaldið geta greitt atkvæði. Félagsmenn skulu tilkynna um þátttöku tii
skrifstofu fyrir tilskyldan tíma.
d Ef enginn tilkynnir um þátttöku fyrir tilskyldan tíma fellur kjörfundur niður.
e. Kjörgögn skulu útbúin þannig að sem flestir geti kosið á sjálfstæðan máta.
f. Heimilt er að koma með aðstoðarmann ef þess er óskað, en einnig er hægt að fá aðstoð hjá starfsfólki kjörfundar sem bundnir eru trúnaði ef óskað er eftir aðstoð við kosningu.
g. Tvö vitni þurfa að votta utankjörstaðaratkvæðið og er því mikilvægt að félagsmenn mæti með skilríki á kjörstað. Hægt er að mæta með vitni ef þess er óskað, en einnig geta starfsmenn kjörfundar vottað undirskriftina.
V. Atkvæðagreiðsla gegnum póstkosningu:
a. Félagsmaður sem getur ekki mætt á kjörfund en óskar eftir að kjósa á dvalarstað sínum getur haft samband við skrifstofu félagsins og óskað eftir að fá að kjósa í póstkosningu.
b. Umsókn um þátttöku í póstkosningu getur annarvegar verið skrifleg á sérstöku eyðublaði sem skrifstofan leggur til eða símleiðis. Ef um umsókn í gegnum síma er að ræða skal skrifstofa félagsins leita staðfestingar á umsókninni innan tveggja virkra daga eftir að sótt var um, með símtali við umsækjanda.
c. Beiðni þarf að berast skrifstofu félagsins í síðasta lagi einni viku fyrir aðalfund.
d. Aðeins félagsmenn sem greitt hafa félagsgjaldið geta fengið send kjörgögn í pósti.
e. Tvö vitni þurfa að votta kosningu og þurfa öll kjörgögn og vottun að berast með pósti á skrifstofu félagsins fyrir aðalfund.