Íshestar buðu félagsmönnum Blindrafélagsins á hestbak

 Bjarki á hestbaki. Hann bendir ákafur upp í loftÆtlunin var að leyfa þeim vanari að fara á stuttan reiðitúr en teyma átti undir hinum i gerðinu. En eftir að þau fyrstu voru komin á bak vildu æ fleiri komast út í náttúruna.  Löng röð af hestum með eftirvæntingarfullum knöpum liðaðist á troðningnum í langri halarófu. Það var lullað áfram í rólegheitunum, spjallað og hlegið, skipst á skoðunum um hestamennsku en þeir ævintýragjörnustu voru farnir að hlakka til að fara í lengri  og meira krefjandi ferð.

Reiðmennska er íþróttagrein sem hentar blindum og sjónskertum eins og öðrum en fáir iðka hana hér. Íshestar hafa hug á að geta boðið bæði fötluðum og ófötluðum þjónustu sína og var þetta fyrsta skrefið í samstarfi Blindrafélagsins og Íshesta. Það var ánægður hópur sem reið í hlað og efalaust margir sem vilja komast aftur á hestbak.

Verið á máta ístöðinLagt af stað í stutta ferð