Snæfríður og Kópavogsbær ná sátt um ferðaþjónustu.

Nú hefur sáttum  verið náð í málinu þar sem Kópavogsbær fellst á kröfur Snæfríðar um sambærilega ferðaþjónustu og er í nágrannasveitarfélögunum.  Þetta eru gleðitíðindi fyrir Snæfríði og vonandi vísir að því sem koma skal fyrir aðra félagsmenn Blindrafélagsins sem búsettir eru í Kópavogi. Blindrafélagið hefur stutt dyggilega við bakið á Snæfríði í þessu máli og væntir góðs af framhaldinu og ánægjulegs samstarfs við Kópavogsbæ.