Blindrafélagið leitar að fjáröflunar og markaðsfulltrúa

Umsóknarfrestur rennur út 13. júní 2014.

Ýtarleg starfslýsing:
Meginhlutverk fjáröflunar- og markaðsfulltrúa Blindrafélagsins er að hafa umsjón með fjáröflunum, vörusölu og samfélagsmiðlum. 
Bakhjarlar Blindrafélagsins:Hafa umsjón með söfnun bakhjarla, finna til öll gögn og gera úrtök. Vera tengiliður við  markaðsfyrirtæki við markaðsaflanir og vinnslu ásamt því að skipuleggja og framkvæma eigin aflanir. Skráningu reikninga, stofna kröfur. CRM – skráningar bakhjarla og fyrirtækja.
Víðsjá, tímarit Blindrafélagsins, kemur út vor og haust:Hafa umsjón með söfnun og innheimtu auglýsinga og styrktarlína. Vinna útsendingarlista. Skráningu reikninga, stofna kröfur. Fá tilboð í prentun, pökkun, greiðsluseðla, dreifingu, áritun og annað sem kemur að útgáfunni.               
Happdrætti vor og haust:Vinnsla útsendingarlista. Gerð uppgjörs og sækja um tilskilin leyfi. Öflun vinninga. Sóttir vinningar. Tilboð í prentun miða og greiðsluseðils. Tilboð í dreifingu. Greiðsluseðill – uppfæra texta, prentun, áritun. Sala happdrættismiða til fyrirtækja. Sjá um sölufólk til að selja happdrættismiða. Dreifingu vinningaskrár. Fréttatilkynning og fl.
Fyrirtækjasöfnun:Vinnsla útsendingarlista. Tilboð í prentun greiðsluseðils + sjóntryggingu, umslög. Tilboð í pökkun og dreifingu. Greiðsluseðill – uppfæra texta, prentun, áritun, fréttatilkynning.
Jólakort:Velja jólakort og semja við listamann. Tilboð í prentun jólakorta + merkispjalda. Panta umslög, poka, límmiða og annað tilheyrandi. Einnig að undirbúa og koma af stað sölu á rafrænu korti í vefverslun félagsins. Vinna útsendingarlista á jólakortapökkum til stuðningsmanna og koma útsendingunni í framkvæmd. Taka á móti öllum gögnum frá markaðsfyrirtækjum til vinnslu. Skráning reikninga í TOK, stofna kröfur. Uppfæra afgreiðsluseðla, götuskrá. 
Einstaklingsmarkaður, gerð úrtaks. Greiðsluseðill – uppfæra texta, prentun, áritun. Tengill við sölufólk um allt land, úthluta hverfum. 
Fyrirtækjasöfnun:  Sala jólakorta til fyrirtækja, sala innáprentun í jólakort. Afgreiðsla á seldum jólakortum. Fréttatilkynning.Dagatal: Taka þátt í hönnun og gerð dagatals. Setja af stað söfnun, finna til öll gögn og vinna úrtök. Taka á móti öllum gögnum frá markaðsfyrirtækjum til vinnslu. Skráningu reikninga í TOK, stofna kröfur. Tilboð í prentun + greiðsluseðil. Tilboð í pökkun og dreifingu. Uppfæra texta, prentun, áritun, fréttatilkynning.
Þríkrossinn: Sala til verslana. Panta vörur frá framleiðendum. Auglýsingar og kynningar í blöðum og öðrum miðlum. Vöruumsjón og áætlanagerð.
Samúðarkort og tækifæriskort:Hringja í verslanir og heimsækja. Markaðssetja á netinu.
Hlífðargleraugu:Samvinnuverkefni um flugeldagleraugu - sækja um leyfi,  fá úrtak o.fl.
Ársskýrsla:Skrif um markaðsmál.Vef- og hjálpartækjaverslun:
Umsjón með vöruvali, vörupöntunum, kynningum og vörusölu, bæði í verslun og á netinu.

Hæfniskröfur
Áhugi og þekking á markaðsmálum og fjáröflun, rík þjónustulund og vilji til að starfa í hópi með áhugasömu starfsfólki með það að markmiði að efla samtökin.

Annað
Blindrafélagið sem vinnustaður:
Hjá Blindrafélaginu starf um 20 manns í 13 stöðugildum, þar af 10 á skrifstofu í um 7 stöðugildum. Skrifstofa félagsins er í Húsi Blindrafélagsins Hamrahlíð 17. Mötuneyti er í húsinu. 
Starfsemi Blindrafélagsins veltir um 200 milljónum á ári.