Úrslit í kjöri til formanns og stjórnar á aðalfundi Blindrafélagsins

 

Á fundinum var kosinn formaður félagsins til tveggja ára. Alls bárust 132 atkvæði sem féllu þannig:

Bergvin Oddsson - 66 atkvæði (á kjörstað: 14 – utankjörstaðar: 52)
Rósa María Hjörvar - 65 atkvæði (á kjörstað: 30 – utankjörstaðar: 35)
Auðir seðlar - 1 atkvæði. 

Bergvin var því kjörinn formaður félagsins til næstu tveggja ára.

Á fundinum voru tveir aðalmenn kosnir í stjórn félagsins til tveggja ára. Alls bárust 254 atkvæði sem féllu þannig:
Eyþór Þrastarson - 33 atkvæði (á kjörstað: 18 – utankjörstaðar: 15) 
Halldór Sævar Guðbergsson - 95 atkvæði (á kjörstað: 35 – utankjörstaðar: 60) 
Lilja Sveinsdóttir - 45 atkvæði (á kjörstað: 15 – utankjörstaðar: 30)
Rósa Ragnarsdóttir - 33 atkvæði (á kjörstað: 16 – utankjörstaðar: 17)
Auðir og ógildir - 48 atkvæði

Halldór Sævar og Lilja voru því réttkjörin í stjórn félagsins til tveggja ára.

Á fundinum voru tveir varamenn kosnir í stjórn félagsins til tveggja ára. Alls bárust 248 atkvæði sem féllu þannig:
Eyþór Þrastarson - 61 atkvæði (á kjörstað: 24 – utankjörstaðar: 37)
Guðmundur Rafn Bjarnason - 66 atkvæði (á kjörstað: 28 – utankjörstaðar: 38)
Rósa Ragnarsdóttir - 67 atkvæði (á kjörstað: 27 – utankjörstaðar: 40)

Guðmundur Rafn og Rósa eru því réttkjörin varamenn í stjórn félagsins til tveggja ára.

Skoðunarmenn voru kjörnir:
Jón Heiðar Daðason og Hjörtur Heiðar Jónsson

Til vara:
Sigþór U Hallfreðsson og Særún Sigurgeirsdóttir

Í kjörnefnd voru kosin:
Bessi Gíslason, Brynja Arthúrsdóttir og Sigtryggur Eyþórsson.

Varamaður:
Harpa Völundardóttir.