Blindrafélagið býður rektor Háskóla Íslands að kynna sér aðgengislausnir fyrir blinda og sjónskerta til að nota innan Háskóla Íslands

Mánudagskvöldið 11 nóvember var á Stöð2, í þættinum Ísland í dag, góð umfjöllun um slæmt aðgengi fyrir blinda og sjónskerta innan Háskóla Íslands. Í umfjölluninni var Bergvini Oddssyn, blindum stjórnmálafræðinema við Háskólann fylgt eftir í ferðum sínum  innan skólans..

Í framhaldi af þessari umfjöllun sendi formaður Blindrafélagsins, Kristinn Halldór Einarsson, rektior Háskóla Íslands, Kristóínu Ingólfsdóttur, svohljóðandi erindi:

"Ég sendi þér þennan tölvupóst í framhaldi af umfjöllun á Stöð 2 í gærkvöldi um slæmt aðgengi fyrir blinda og sjónskerta innan Háskóla Íslands. Sjá umfjöllunina r. 

Í ljósi þess að þau umkvörtunarefni sem sett eru fram í umfjölluninni eru ekki ný af nálinni þá vil ég fyrir hönd Blindrafélagsins bjóða þér og þínu fólki í heimsókn í Hamrahlíð 17, hús Blindrafélagsins, til að sjá með eigin augum einfaldar og ódýrar útfærslur til að bæta verulega aðgengi fyrir blint og sjónskert fólk, hitta að máli fagfólk í þessum málum sem og blinda og sjónskerta stúdenta við Háskóla Íslands.

Ég vænti þess að heyra frá þér varðandi hentuga tímasetningu".