JólakortBlindrafélagsins 2013

Jólakort Blindrafélagsins 2013Jólakortin í ár og merkispjöldin eru með myndinni „Jólagleði“ eftir listamennina Sigríði Björgu Haraldsdóttur og Björgvin Björgvinsson sem unnu myndina sérstaklega fyrir félagið og gáfu til birtingar á kortunum.

  •  Jólakortin eru seld 8 saman í pakka ásamt umslögum á 1.500 kr.
  •  Merkispjöldin eru 8 saman í pakka og eru seld á 500 kr.

 Hægt er að kaupa kortin hjá Blindrafélaginu, Hamrahlíð 17, 105 Reykjavík, sími 525 0000 eða senda tölvupóst á netfangið blind@blind.is.

Einnig verður hægt að kaupa rafræn jólakort með sömu mynd fyrir fast gjald, kr. 3.000 á heimasíðu félagsins   Þar geta kaupendur sett sinn eigin texta á jólakortið sem þeir fá síðan sent til sín í tölvupósti á tilbúnu PDF skjali.

 Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, fjármagnar starfssemi sína að langmestu leyti með sjálfsaflafé. Þar gegnir sala jólakorta veigamiklu hlutverki. Með því að kaupa jólakort félagsins, tekur þú virkan þátt í að styðja til sjálfstæðis blinda og sjónskerta einstaklinga á öllum aldri og stuðlar þannig að auknum lífsgæðum þeirra og um leið betra samfélagi.

Blindrafélagið hvetur alla velunnara sína að styðja félagið með kaupum á þessum fallegu jólakortum og merkispjöldum.