Valdar greinar, 14. tölublað 43. árgangur 2018.
Útgefandi: Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi.
Ritstjóri: Gísli Helgason. Ábyrgðarmaður: Sigþór U. Hallfreðsson.
Útgáfudagur 10. ágúst 2018.
Heildartími: 2 klst. 03 mín.
Flytjendur efnis auk ritstjóra, Karls og Dóru:
Patrekur Andrés Axelsson, Iva Marín Adrichem, Sölvi Kolbeinsson og fleiri.
Hljóðritað hjá Hljóðbók slf. í júlí og ágúst 2018.
Allar hljóðskrár eru á mp3 sniði.
Athugið að fyrir neðan nafn hverrar greinar er lengd hennar í mínútum og sekúndum.
Efnisyfirlit:
01 Kynning og efnisyfirlit
4.56 mín.
Tilkynningar og fréttnæmt efni:
01b Tilkynning um að vatnsleikfimi á vegum Trimmklúbbsins Eddu hefjist miðvikudaginn 5. september.
0.46 mín.
01c Fréttatilkynning um tónleika Jazzkvartets Sölva Kolbeinssonar saxófónleikara í Norræna húsinu 22. ágúst. Sölvi er félagsmaður í Blindrafélaginu.
1.48 mín.
01d Blindravinnustofan leitar að starfsfólki í símasölu.
0.27 mín.
01e "Langar þig til að taka þátt í starfinu innan Blindrafélagsins?" Tilkynning frá formanni félagsins.
1.06 mín.
Tvær fundargerðir stjórnar tímabilið 2017 - 2018:
01f Fundargerð 14. stjórnarfundar
8.10 mín.
01g Fundargerð 15. stjórnarfundar
7.05 mín.
Viðtöl:
02 Gísli Helgason spjallar við Patrek Andrés Axelsson frjálsíþróttamann en Patrekur keppir í spretthlaupi á Evrópuleikum fatlaðra í Berlín síðar í þessum mánuði. Patrekur segir frá því hvernig hann stundar spretthlaup. Þá segir hann frá snöggum sjónmissi sínum og hvernig hann tókst á við hann. Sitthvað fleira er spjallað.
25.33 mín.
03 G. H. ræðir við Ivu Marín Adrichem. Hún lauk námi við Menntaskólann við Hamrahlíð á tveimur og hálfu ári og fór svo beint til Hollands í alls herjar endurhæfingu fyrir blint og sjónskert fólk á síðasta ári. Iva segir frá því hvað hún hefur aðhafst og hverju endurhæfingin breytti í lífi hennar. Þá er fjallað um þátt hins opinbera í námi hennar og eins er minnst á nýgerðan ferðaþjónustusamning Blindrafélagsins við Kópavog.
23.49 mín.
04 Endurtekið viðtal frá því í september 2015:
Gísli Helgason ræðir við Sölva Kolbeinsson ungan saxófónleikara sem vakið hefur mikla athygli fyrir frábæran hljóðfæraleik sinn. Sölvi segir frá sjálfum sér, ræðir um tónlist og ýmis áhugamál sín.
Þegar viðtalið var tekið var Sölvi á leið Til Berlínar að hefja nám við jazzinstitute þar í borg. Sölvi mun ljúka BA-prófi í hljóðfæraleik þaðan næsta ár.
viðtalið er endurflutt í tilefni þess að Sölvi ætlar að halda tónleika með jazzkvartet sínum í Norræna húsinu 22. ágúst nk. Í viðtalinu er leikin ýmis tónlist með Sölva og fleirum.
49.30 mín.
05 Lokaorð ritstjóra.
0.15 mín.