Netkynning: Hvernig má nota talgervilslausnir til að hjálpa nemendum að ná árangri?

Merki Blindrafélagsins og ReadSpeaker
Merki Blindrafélagsins og ReadSpeaker

Kennsla færist í auknum mæli úr hefðbundnum skólastofum yfir í rafræn kennslukerfi. Vinsældir fjarnáms hafa aukist gífurlega auk þess sem Covid-19 heimsfaraldurinn og þær sóttvarnaraðgerðir sem honum fylgja gera rafræna kennslu að mun fýsilegri kosti en ella.

Blindrafélagið og tæknifyrirtækið ReadSpeaker efna til rafrænnar kynningar þar sem farið verður yfir hvernig nýta má talgervislausnir í rafrænum kennslukerfum og styðja þannig við bakið á fjölda nemenda, sem af margvíslegum ástæðum geta átt erfitt með að lesa skrifaðan texta.

Í kynningunni verður notast við Moodle kennslukerfið en þess má geta að sambærileg lausn er nú þegar í boði fyrir önnur kerfi eins og t.d. Canvas og fleiri.

Kynningin fer fram fimmtudaginn 3. september næstkomandi og hefst kl. 10. Áætlaður tími er klukkustund og fer kynningin fram á ensku.

Allir eru velkomnir og þátttaka er ókeypis!

Skráðu þig á kynninguna með því að smella hér.

Í lok kynningar verður opið fyrir spurningar til sérfræðinga ReadSpeaker út í þessa lausn.

Við hvetjum þá félagsmenn Blindrafélagsins sem stunda nám á framhalds- eða háskólastigi þar sem rafræn kennslukerfi eru notuð, að hafa samband við sinn skóla og hvetja til þátttöku.

Kynningin verður tekin upp og gerð aðgengileg eftir að henni lýkur.

Hafir þú spurningar varðandi kynninguna getur þú sent póst á Hlyn Þór Agnarsson, aðgengisfulltrúa Blindrafélagsins á netfangið hlynur@blind.is.