Víðsjá komin út

Víðsjá er komin út full af áhugaverðu efni m.a.

Viðsjá skipar lykilhlutverk í fjáröflun Blindrafélagsins en félagið þarf að afla 90% af tekjum sínum með eigin fjáröflun til að standa undir nauðsynlegri starfsemi og þjónustu. 

Hæg er að nálgast blaðið á pdf formi á hlekknum http://geymsla.blind.is/vidsja/2019/Vidsja_2019_01.pdf

Vefaðgengi.


Nú á sér stað þróun lagaumhverfis á Evrópska efnahagssvæðinu sem tryggja á jafnrétti og aðgengi á veraldarvefnum. Sambærileg löggjöf hefur verið til staðar í Bandaríkjunum frá 1990 sem tryggir fötluðum jafnan rétt til aðgengis að vörum og þjónustu alls staðar – líka á netinu. Er íslenskt vefumhverfi tilbúið?

Heilatengd sjónskerðing.


VÍÐSJÁ hitti Dagbjörtu Andrésdóttur, unga söngkonu, sem greindist með heilatengda sjónskerðingu (cortical visual impairment). Sjúkdómurinn lýsir sér þannig að augun eru í langflestum tilvikum í lagi en heilinn vinnur einfaldlega vitlaust úr upplýsingum. Sjónskerðingin er að öllum líkindum afleiðing af heilaskaða sem Dagbjört varð fyrir í fæðingu,

Beyoncé brýtur á blindum.


Kona að nafni Mary Connor í New York hefur hafið málsókn á hendur söngkonunni Beyoncé vegna skorts á aðgengi á vefsvæði hennar. Mary er lögblind og hefur að eigin sögn verið aðdáandi Beyoncé um árabil, en hefur ekki geta nýtt sér þjónustu vefsvæðis hennar til jafns við aðra ófatlaða aðdáendur. Þetta snýst um skort á aðgengi, eða einfaldlega að vefsvæðið sé hannað þannig að það styðji við þann stoðbúnað sem fatlaðir nota eins og t.d. talgervil.