1 tbl. 5 árgangur 2013.
Meðal efnis í Víðsjá að þessu sinni er viðtal við Fríðu Eyrúnu Sæmundsdóttur blinda 37 ára gamla konu sem er búsett á Patreksfirði. Fríðu finnst eins og hún hafi unnið í hundalottóinu, en húna fékk úthlutað leiðsöguhundinum Sebastian í lok janúar. Fjallað er um mikla fyrirsjáanlega fjölgun sjónskertra eldri borgara á næstu árum af völdum aldurstengdrar hrörnunar í augnbotnum (AMD). Enn AMD er algengasta örsök sjónskerðingar á vesturlöndum hjá fólki eldra en 50 ára. Halldór Sævar Guðbergsson segir í einlægu viðtali frá rússíbana ferð sinni með sjónina í ótal augnaðgerðum í því skini að reyna bjarga einhverju af sjóninni. Áslaug Ýr Hjartardóttir er 16 ára daufblindur menntaskólanemi bundin í hjólastól en hún er með afar sjaldgæfan taugahrörnunarsjúkdóm sem kallast BVVL. Áslaug Ýr sér lausnir, ekki vandamál og hún er í viðtali við Víðsjá. Þá er fjallað um aðgengismál og m.a. hvernig þau eru tekin inn í hönnun á breytingum sem Reykjavíkurborg er að fara út í á Hverfisgötunni. Visionaries er eina starfandi hljómsveitin á Íslandi þar sem allir meðlimirnir eru blindir eða sjónskertir. Meðlimir sveitarinnar eru kynntir auk þess sem ítarlegt viðtal er við forsprakka sveitarinnar Hlyn Þór Agnarsson.Sagt er frá í máli og myndum heimsókn félagsmanna Blindrafélagsins til Bessastaða. Í reglulegri matarumfjöllun blaðsins er sjónum beint að paprikunni, hollustu og fjölbreyttum möguleikum til að matreiða hana.