Útgefandi: Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi.
Ritstjóri Gísli Helgason. Umsjón efnis úr ljósvakamiðlum: Baldur Snær Sigurðsson. Ábyrgðarmaður Sigþór U. Hallfreðsson.
Útgáfudagur 31. maí 2019.
Heildartími: 3 klst. og 17 mín.
Efnisyfirlit:
01 Kynning og stutt efnisyfirlit.
3:29 mín.
Tilkynningar og fréttnæmt efni:
02 Ritkeppni á vegum stjórnar Blindrafélagsins.
2:03 mín.
03 "Langar þig að taka þátt í starfi innan Blindrafélagsins". Frá formanni félagsins.
1:05 mín.
04 Nokkur orð frá ritstjóra.
5:08 mín.
05 Hljóðbókakynning frá Hljóðbókasafni Íslands, Hafþór Ragnarsson.
27:15 mín.
06 Hljóðritun frá því þegar félagar úr Lionsklúbbi Reykjavíkur afhentu stóra fjárupphæð til sjóðsins Blindra barna á Íslandi 17. maí sl.
Til máls tóku formaður Lionsklúbbs Reykjavíkur og formaður stjórnar sjóðsins "Blind börn á Íslandi. Theodór Helgi Kristinsson ungur félagsmaður í Blindrafélaginu lék á píanó.
10:50 mín.
07 Frá Vetrarbúðum á vegum Foreldradeildar Blindrafélagsins sem haldnar voru í Reykjadal í Mosfellssveit helgina 15. - 17. mars sl.
Þar ræðir Marjakaisa Matthíasson við nokkra þátttakendur, sem eru: Lea Karen Friðbjörnsdóttir og Cristina Elena Furdui sem eru 10 ára gamlar, og Þórdís Yurie Jónsdóttir 14 ára. Þá segir Theodór Helgi Kristinsson frá dvölinni í vetrarbúðunum en hann hljóðritaði og setti saman efnið frá vetrarbúðunum.
7:31 mín.
08 Fréttir frá Þjónustu og þekkingarmiðstöðinni sem Estella B. Björnsson sendi.
2:57 mín.
09 "Ég var ofboðslega reið". Viðtal við Elínu Ýr Arnar Hafdísardóttur í Mannlega þættinum á Rás 1, 17. maí sl.
23:58 mín.
10 "Íva tók u-beygju í skoðunum".
Viðtal við Ívu Marin Adrichem sem stundar nám í Hollandi um líf hennar og viðhorf.
Viðtalið er eftir Ágúst Borgþór Sverrisson.
DV 25. maí.
13:12 mín.
11 Viðtal við Má Gunnarsson tónlistar og íþróttamann úr Reykjanesbæ.
Úr Íslandi í dag 28. maí.
11:55 mín.
12 Gísli Helgason ræðir við Halldór Sævar Guðbergsson stjórnarmann í Íþróttasambandi fatlaðra, en á þessu ári eru liðin 40 ár frá stofnun sambandsins.
23:08 mín.
Frá fræðslufundi um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
Haldinn að Hamrahlíð 17, 22. maí sl.
13 Harpa Júlíusdóttir frá Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi kynnir heimsmarkmiðin og útskýrir þau.
26:14 mín.
14 Þóra Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri Áss styrktarfélags segir frá því hvernig styrktarfélagið hefur innleitt eða vinnur að innleiðingu sumra heimsmarkmiðanna í starfsemi sinni.
25:18 mín.
15 Umræður sem formaður Blindrafélagsins stýrði.
11:07 mín.
16 Lokaorð ritstjóra.
0:28 mín.
Flytjendur efnis auk ritstjóra og Dóru og Karls:
Rósa María Hjörvar, Hafþór Ragnarsson, Gunnar Hannesson, Sigþór U. Hallfreðsson, Theodór Helgi Kristinsson, þátttakendur úr vetrarbúðum Blindrafélagsins í Reykjadal 23. - 25. mars sl., Elín Ýr Hafdísardóttir, Már Gunnarsson, Harpa Júlíusdóttir, Þóra Þórarinsdóttir og fleiri.
Hljóðritað hjá Hljóðbók slf í maí 2019.
Allar hljóðskrár eru á mp3 sniði.
Athugið að fyrir neðan nafn hverrar greinar er lengd hennar í mínútum og sekúndum.
Valdar greinar eru nú gefnar út í Daisy-formi og eru aðgengilegar þannig í Vefvarpi Blindrafélagsins og á geisladiskum sem félagar Blindrafélagsins geta fengið senda sér að kostnaðarlausu.
Þeir sem eru með daisy-spilara eða vefvarpstæki geta farið á milli fyrirsagna með örvalyklum á tækjunum.