Valdar greinar, 10. tölublað 43. árgangur 2018.

Valdar greinar, 10. tölublað 43. árgangur 2018.
Útgefandi: Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi.
Ritstjóri: Gísli Helgason. Ábyrgðarmaður: Sigþór U. Hallfreðsson.
Útgáfudagur 18. maí 2018.
Heildartími: 1 klst. 4 mín.
Heildartími með hljóðritun frá aðalfundi í heild: 4 klukkustundir og 2 mínútur.
Flytjendur efnis auk ritstjóra, Dóru og Karls:
Herdís Hallvarðsdóttir, Sigþór U. Hallfreðsson og László Petö organisti Stykkishólmskirkju
Hljóðritað hjá Hljóðbók slf. í Reykjavík, Stykkishólmi og í Quebec í Kanadaí maí 2018.
Allar hljóðskrár eru á mp3 sniði.
Athugið að fyrir neðan nafn hverrar greinar er lengd hennar í mínútum og sekúndum.

Efnisyfirlit:
00 Kynning og efnisyfirlit.
4.30 mín.

Tilkynningar og fréttnæmt efni:
01a Frétt af heimasíðu Blindrafélagsins frá aðalfudi félagsins 12. maí.
1.38 mín.

01b Sagt frá gjöf oddfellowkvenna í rebekkustúkunni Þorgerði til Blindrafélagsins. Því miður fór ritstjóri ranglega með nafn stúkunnar í frásögn sinni.
0.56 mín.

01c Tilkynning um málþing á vegum Öryrkjabandalagsins 29. maí, þar sem fjallað verður um nýtt greiðslukerfi og reynslu af þessu nýja kerfi.
0.46 mín.

01d Tilkynning frá Þjónustu og þekkingarmiðstöðinni um hvort fólk vilji vita meira um hvernig best sé að aðstoða blint og sjónskert fólk en Þekkingarmiðstöðin tekur þátt í alþjóðlegu verkefni um þetta málefni. Fundur verður haldinn á miðstöðinni 11. júní nk. um þetta mál.
1.36 mín.

01e Sumarbúðir á vegum ungblind dagana 11. - 13 júní fyrir 11 til 14 ára gömul börn.
1.07 mín.

01f Sumarferð foreldradeildar 9. júní nk.
1.08 mín.

01g Vorferð opins húss 1. júní.
1.08 mín.

01h Tilkynning um vorhappdrætti Blindrafélagsins.
1.50 mín.

01i Tilkynning um væntanega sumarhátíð Blindrafélagsins sem haldin verður í Skemmtigarðinum í Grafarvogi 28. júní.
0.17 mín.

Efni frá aðalfundi Blindrafélagsins 12. maí sl.
02a Formaður Blindrafélagsins setur aðalfundinn með stuttu ávarpi.
4.51 mín.

Þrjár ályktanir sem samþykktar voru á aðalfundinum:
02b Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
2.04 mín.

02c Rétturin til að lesa er mannréttindi.
3.39 mín.

02d Meðferðir við blinduvaldandi sjúkdómum eru að verða að veruleika.
3.16 mín.

02e Lokaorð formanns á aðalfundinum og aðalfundarslit.
4.32 mín.

03 Dulítil ófræðileg lýsing á dómkirkjunni í Quebec-borg í Kanada. Dómkirkjan er mjög fögur.
5.03 mín.

04 Sigþór U. Hallfreðsson segir frá orgelinu í Stykkishólmskirkju sem er tiltölulega nýtt. Sigþór var formaður nefndar þeirrar sem stóð fyrir fjársöfnun fyrir orgelinu.
14.54 mín.

05 Toccata úr Orgelsinfóníu nr. 5 eftir Charles-Marie Widor.
László Petö organisti Stykkishólmskirkju leikur á orgel kirkjunnar.
5.38 mín.

Hljóðritun frá aðalfundi Blindrafélagsins er í heild á heimasíðu félagsins.