Tillaga stjórnar að breytingum á lögum Blindrafélagsins, samtaka blindra og sjónskertra á Íslandi

 

1. gr. Núverandi
Nafn félagsins er Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík. Stjórn félagsins getur heimilað að innan þess starfi deildir er sinni félagsstarfi og hagsmunamálum einstakra hópa félagsmanna.

 

1. gr. Breyting
Nafn félagsins er Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík. Enskt heiti félagsins er: Blindrafelagid,  The
Icelandic Organization of visually impaired (BIOVI)

Greinagerð:
Gerð er grein fyrir því hvern nafn Blindrafélagsins og skammstöfun er á ensku.
Heimild til að stofna deildir er færð á milli grein úr 1 gr yfir í 3gr.

 

2. gr.  Núverandi
Blindrafélagið getur átt aðild að samtökum þeim, innlendum og erlendum, er aðalfundur ákveður samkvæmt tillögum stjórnar félagsins enda sé stefna þeirra í samræmi við markmið og tilgang Blindrafélagsins.

2. gr.  Breyting

Blindrafélagið, samtök sjónskertra á Íslandi, er samfélagslegt afl  – mannréttindasamtök -  sem berst fyrir að blindir og sjónskertir einstaklingar geti lifað sjálfstæðu, innihaldsríku og ábyrgu lífi, og að þeim sé tryggður jafn réttur og jöfn tækifæri til ábyrgrar, virkrar og viðurkenndrar þátttöku í öllum þáttum samfélagsins. Ekkert um okkur án okkar -  er sameiginlegt kjörorð sem Blindrafélagið á með öðrum samtökum fatlaðra.

Greinagerð
Hér er gerð tillaga um að komi ný 2 grein sem er skilgreining á Blindrafélaginu. En hefðbundið er í lögum félaga að 2 grein sé skilgreiningargrein. Einnig er fellt út að aðalfundur þurfi að samþykkja aðild Blindrafélagsins að öðrum samtökum. Lagt er til að stjórn samþykki slíkt á hverjum tíma, enda nokkuð sem hefur tíðkast um margrá ára skeið.

3. gr. Núverandi

Tilgangur félagsins er að vinna að hagsmunamálum blindra og sjónskertra þannig að þeir njóti jafnréttis á við aðra og geti tekið þátt í samfélaginu eins og hugur hvers og eins stendur til. Stjórn félagsins getur heimilað að innan þess starfi deildir er sinni félagsstarfi og hagsmunamálum einstakra hópa félagsmanna.

Félagið hafi eftirfarandi að leiðarljósi;

  • að gæta þess að blindir og sjónskertir njóti þeirra lífsgæða sem almennt eru talin eðlileg.
  • að stuðla að því að blindir og sjónskertir geti aflað sér menntunar og hafi atvinnu
  • að stuðla að því að blint og sjónskert fólk hafi aðgang að upplýsingum á því formi sem hentar
  • að efla samskipti blindra og sjónskertra með félagslífi og öflugu trúnaðarmannakerfi
  • að þrýsta á að opinberir aðilar og aðrir veiti blindum og sjónskertum þá þjónustu og endurhæfingu sem þeir þurfa á að halda og hafa aðhald á þá þjónustu sem veitt er
  • að hafa samstarf við erlend systursamtök og hagsmunasamtök fatlaðra hér á landi
  • að stuðla að rannsóknum í þágu blindra og sjónskertra
  • að stuðla að útgáfu og kynningu þannig að málefni blindra og sjónskertra séu öllum aðgengileg.

 

3 gr. Breyting
Hlutverk Blindrafélagsins er
að stuðla að því að blindir og sjónskertir einstaklingar geti lifað sjálfstæðu og innihaldsríku lífi og séu ábyrgir og virkir samfélagsþegnar. Stuðningur til sjálfstæðis eru einkunnarorð félagsins.

Stjórn félagsins getur heimilað að innan þess starfi deildir er sinni félagsstarfi og hagsmunamálum einstakra hópa félagsmanna. Deildirnar skulu starfa samkvæmt sérstakri reglugerð sem staðfest hefur verið af stjórn Blindrafélagsins.

Félagið hafi meðal annars eftirfarandi að leiðarljósi í starfsemi sinni:

  • að gæta þess að blindir og sjónskertir njóti þeirra lífsgæða sem almennt eru talin eðlileg.
  • að stuðla að því að blindir og sjónskertir geti aflað sér menntunar og hafi atvinnu
  • að stuðla að því að blint og sjónskert fólk hafi aðgang að upplýsingum á því formi sem hentar
  • að efla samskipti blindra og sjónskertra með félagslífi og öflugu trúnaðarmannakerfi
  • að þrýsta á að opinberir aðilar og aðrir veiti blindum og sjónskertum þá þjónustu og endurhæfingu sem þeir þurfa á að halda og hafa aðhald á þá þjónustu sem veitt er
  • að hafa samstarf við erlend systursamtök og hagsmunasamtök fatlaðra hér á landi
  • að stuðla að rannsóknum í þágu blindra og sjónskertra
  • að stuðla að útgáfu og kynningu þannig að málefni blindra og sjónskertra séu öllum aðgengileg.

Greinagerð:
Hér er gerð tillaga að texti úr stefnumótun félagsins verði tekinn inn í 3 greinina. Upptalning verkefna er óbreytt. Einnig er heimild stjórnar um að stofna deildir sett hér inn og kveðið á um að deildirnar skuli starfa samkvæmt sérstakri reglugerð sem staðfest er af stjórn.

 

4. gr. Núverandi

Félagsmaður getur hver sá orðið sem hefur sjón sem nemur 6/18 eða minna, eða hefur sjóngalla eða augnsjúkdóm sem jafna má við greinda sjónskerðingu að mati yfirlæknis Sjónstöðvar Íslands og greiðir árstillag til félagsins í samræmi við ákvörðun aðalfundar.

Forráðamenn ólögráða barna sem uppfylla skilyrði til félagsaðildar skv. 1. mgr. fara með félagsleg réttindi og skyldur barnanna. Sama á við um þá félagsmenn sem sökum fjölfötlunar eða af öðrum ástæðum geta ekki sinnt félagslegum skyldum sínum eða gætt hagsmuna sinna.

 

4. gr. Breyting
Félagsmaður getur hver sá orðið sem hefur sjón sem nemur 6/18 eða minna, eða hefur sjóngalla eða augnsjúkdóm sem jafna má við greinda sjónskerðingu að mati augnlæknis og greiðir árstillag til félagsins í samræmi við ákvörðun aðalfundar.

Forráðamenn ólögráða barna sem uppfylla skilyrði til félagsaðildar skv. 1. mgr. fara með félagsleg réttindi og skyldur barnanna. Sama á við um þá félagsmenn sem sökum fjölfötlunar eða af öðrum ástæðum geta ekki sinnt félagslegum skyldum sínum eða gætt hagsmuna sinna.

Greinagerð
Hér er gert að tillögu að í stað mats yfirlæknis Sjónstöðvar Íslands á sjónskerðingu komi mat augnlæknis. Sjónstöð Íslands er ekki lengur til og líklegt má telja að greiningar á sjónskerðingu muni framvegis geta orðið að einhverju leiti hjá almennum augnlæknum.

 

 

5. gr.  Núverandi
Aðrir en að ofan greinir geta gerst styrktarfélagar og hafa þeir málfrelsi og tillögurétt á félagsfundum. Styrktarfélagar eru kjörgengir til trúnaðarstarfa á vegum félagsins og hafa þá óskoraðan atkvæðisrétt á fundum stjórna og nefnda sem þeir eru kjörnir til setu í.

5. gr. Breyting
Aðrir en að ofan greinir geta gerst bakhjarlar Blindrafélagsins  og hafa þeir málfrelsi og tillögurétt á félagsfundum.  Bakhjarlar félagsins eru kjörgengir til trúnaðarstarfa á vegum félagsins og hafa þá óskoraðan atkvæðisrétt á fundum stjórna og nefnda sem þeir eru kjörnir til setu í.

Greinagerð
Í samræmi við breytingu sem gerð hefur verið, með því að sameina  styrktarfélaga og góðvinakerfi félagsins og kalla það bakhjarla, þá er gerð tillaga um að nafnið bakhjarlar komi inn í lagatextann í stað styrktarfélagar.

 

9. gr. N+uverandi
Fastir dagskrárliðir aðalfundar skulu vera:

  • a. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á síðastliðnu starfsári.
  • b. Afgreiddir reikningar félagsins og sjálfstæðra rekstrareininga þess fyrir næsta ár á undan.
  • c. Ákveðið árgjald félagsmanna fyrir næsta almanaksár, svo og tillag ævifélaga.
  • d. Kosning formanns félagsins til tveggja ára.
  • e. Kosning tveggja stjórnarmanna til tveggja ára, samanber 10.gr.
  • f. Kosning tveggja varamanna til tveggja ára.
  • g. Kosning tveggja skoðunarmanna og jafn margra varamanna til tveggja ára.
  • h. Kosningar í kjörnefnd, skemmtinefnd og tómstundanefnd.
  • i. Lagabreytingar.
  • j. Aðalfundur ákveði laun stjórnarmanna.
  • k. Önnur mál.

 

9 gr. Breyting
Fastir dagskrárliðir aðalfundar skulu vera:

  • a. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á síðastliðnu starfsári.
  • b. Afgreiddir reikningar félagsins og sjálfstæðra rekstrareininga þess fyrir næsta ár á undan.
  • c. Ákveðið árgjald félagsmanna fyrir næsta almanaksár.
  • d. Kosning formanns félagsins til tveggja ára.
  • e. Kosning tveggja stjórnarmanna til tveggja ára, samanber 10.gr.
  • f. Kosning tveggja varamanna til tveggja ára.
  • g. Kosning tveggja skoðunarmanna og jafn margra varamanna til tveggja ára.
  • h. Kosningar í kjörnefnd.
  • i. Lagabreytingar.
  • j. Aðalfundur ákveði laun stjórnarmanna.
  • k. Önnur mál.

Greinagerð:
Lagt er til að hætt verði að ákveða gjald ævifélaga. Ekki þó gert ráð fyrir það hafi nein áhrif á þá sem nú eru ævifélagar. Bakhjarlakerfi félagsins á að leysa af hólmi ævifélagafyrirkomulagið. Einnig er lagt til  að aðalfundur kjósi í skemmtinefnd og tómstundanefnd og stjórn geri það framvegis. Komið hefur fyrir að einstaklingar sem hafa verið kosnir í þessar nefndir hafi ekki geta starfað í nefndunum og þá hefur ekki verið hægt ð skipa aðra í þeirra stað.

Tillaga um breytingar á rithætti:

A)  Lagt er til að allstaðar þar sem stendur „blindraletur“ í þessum lögum komi „punktaletur“.

B)  Lagt er til að allstaðar þar sem stendur „styrktarfélagi“ í þessum lögum komi „bakhjarl“.

 

Samþykkt á fundir stjórnar Blindrafélagsins 20 apríl 2010.