Stuðnings til sjálfstæðis

Styrktarsjóður Blindravinafélags Íslands og Blindrafélagsins, samtaka blindra og sjónskertra á Íslandi

Stjórnir Blindrafélagsins og stjórn styrktarsjóðsins „Stuðningur til sjálfstæðis“ hafa afgreitt úthlutunarreglur fyrir styrktarsjóðinn.  Umsóknir skulu hafa borist fyrir 1. apríl og 1. október ár hvert og er stefnt að því að úthlutun liggi fyrir innan 30 daga frá lokum umsóknarfrest

Tilgangur sjóðsins er að veita:

A.    Náms- ferða- og ráðstefnustyrki til fagfólks sem starfa með blindum og sjónskertum einstaklingum, eða vinna að hagsmunamálum þeirra.

B.    Náms-, ferða-, endurhæfingar- og ráðstefnustyrki til félagsmanna Blindrafélagsins.

C.    Styrki til félagsmanna Blindrafélagsins til kaupa á hjálpartækjum.

D.    Styrki til verkefna sem eru hagsmunum blindra og sjónskertra til framdráttar.

Stuðningur til sjálfstæðis – Styrktarsjóður Blindravinafélags Íslands og Blindrafélagsins, samtaka blindra og sjónskertra á Íslandi. var stofnaður  23  mars  2011 með fimmtán milljón króna afmælisgjöf frá Blindravinafélagi Íslands til Blindrafélagsins, samtaka blindra og sjónskertra á Íslandi, í tilefni af 70 ára afmæli Blindrafélagsins þann 19. ágúst 2009.

Þá tók sjóðurinn við Menntunarsjóði til blindrakennslu, er stofnaður var 3. maí 2007 til að styrkja fagfólk til sérnáms sem tengist kennslu og þjónustu við blinda og sjónskerta einstaklinga, og falla allar eignir Menntunarsjóðsins til þessa sjóðs við stofnun, jafnframt því sem sjóðurinn yfirtekur allar skuldbindingar Menntunarsjóðsins.

Námssjóður blindra, sem stofnaður var árið 1978 um dánargjöf Guðmundar Guðjónssonar, Ljósafossi, rennur einnig inn í sjóðinn sem og allar hans eignir.

Eftirstöðvar af söfnun Ungblindar, sem safnaðist með sölu geisladiska árin 2006 og 2007, sem hefur verið nýtt til hjálpartækjastyrkja, rennur einnig inn í sjóðinn.

Sjóðurinn er eign og í vörslu Blindrafélagsins, samtaka blindra og sjónskertra á Íslandi.

Frekari upplýsingar um sjóðinn má sjá hér.