Sá sem afhenti afrakstur söfnunarinnar vildi koma á framfæri sérstökum þökkum til Friðgeirs Jóhannessonar og leiðsöguhundsins Errós fyrir að taka þátt í
kynningu verkefnisins, m.a. með því að koma fram í Kastljósi Ríkissjónvarpsins. Þá vildi hann þakka Sigurjóni Einarssyni fyrir hans hlut, en hann var tengiliður
félagsins og Lionsmanna í þessu söfnunarátaki.
Blindrafélagið tók virkan þátt í söfnuninni með því að kynna leiðsöguhundaverkefnið og notkun leiðsöguhunda og átti sú kynning stóran þátt í því hversu sala rauðu fjaðrarinnar gekk vel í ár.
Þá sagði Halldór Sævar Guðbergsson, formaður Blindrafélagsins, nokkur orð, tók við fénu og færði Lionsmönnum borðfána Blindrafélagsins. Halldór sagði m.a. að hann vonaðist til að
þessi söfnun væri aðeins upphafið að áframhaldandi samvinnu Lionshreyfingarinnar og Blindrafélagsins í framtíðinni.