Félagsmenn Blindrafélagsins mega á næstunni eiga von á því að fá símtal frá henni Moniku, sem er starfsmaður á skrifstofu félagsins. Monika hefur fengið það verkefni að gera könnun meðal félagsmanna Blindrafélagsins. Tilgangurinn er að kanna tvennt:
a) Tölvuaðgengi félagsmanna og áhuga þeirra sem ekki hafa tölvuaðgengi til að bæta þar úr.
b) Afstöðu félagsmanna til þeirrar þjónustu sem veitt er á skrifstofu félagsins.
Monika mun einnig safna saman og fá staðfest netföng féalgsmanna sem hafa slíkt.
Sá hluti könnunarinnar sem tekur til þjónustu skrifstofunnar mun ekki verða nafnrekjanlegur.