Sjónverndardagurinn ? 9. október 2008

Fræðsluerindi í húsi Blindrafélagsins Hamrahlíð 17

Fréttatilkynning frá Lions: Október er mánuður sjónverndar hjá Lionshreyfingunni og þá hefur Lions á Ísland undanförnum árum boðið almenningi upp á fræðsluerindi um sjónvernd og augnsjúkdóma. Núna munu augnlæknarnir María Gottfreðsdóttir og Sigríður Þórisdóttir fjalla um, annars vegar “Gláku, greiningu og meðferð” og hins vegar um “Kölkun í augnbotnum og nýjungar í meðferð”. Fræðsluerindin verða 9. október kl. 17:00-18:15 í húsnæði Blindrafélagsins Hamrahlíð 17. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir og er aðgangur ókeypis.

Sjónvernd

Fræðsluerindi í húsi BlindrafélagsinsHamrahlíð 17,
fimmtudaginn 9. október 2008, kl. 17:00-18:15.

Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Ókeypis aðgangur.

Dagskrá

Setning:        Daniel Björnsson fjölumdæmisstjóri Lions á Íslandi

Fundarstjóri: Jón Bjarni Þorsteinsson heimilislæknir og fyrrv. alþjóðarstjórnarmaður Lions

Gláka: Greining og meðferð                                    María Gottfreðsdóttir
María Gottfreðsdóttir er augnlæknir á Augnlækningadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss.

Kölkun í augnbotnum, nýjungar í meðferð              Sigríður Þórisdóttir
Sigríður Þórisdóttir er augnlæknir á Augnlækningadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss.

Fyrirspurnir og umræður

Samantekt:    Guðrún Björt Yngvadóttir umdæmisstjóri 109A

Lokaorð        Kristinn Halldór Einarsson formaður Blindrafélagsins 

 

Riddarar hinna blindu í krossför gegn myrkri

Helen Keller hvatt Lionsfélaga til að gerast “Riddarar hinna blindu í krossför gegn myrkri”. Það var á alþjóðaþingi Lions 1925 og allar götur síðan hefur aðstoð við blinda og sjónskerta verið aðalsmerki Lionshreyfingarinnar.

Árið 1989 urðu þáttaskil í baráttu Lionshreyfingarinnar gegn blindu en þá varð til verkfæri sem fékk heitið SightFirst, langtímaáætlun með fyrirfram ákveðin verkefni. SightFirst var þróað og unnið af Lionshreyfingunni í samvinnu við færustu sérfræðinga sem völ var á og síðan þá hefur Lionshreyfingin verið leiðandi afl á þessu sviði.

Mikil og góð samvinna hefur verið milli Lionshreyfingarinnar og Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar á sviði sjónverndarmála.  Árið 1990 var unnin áætlun á vegum þessara aðila sem gerði ráð fyrir að blindum í heimunum fjölgaði úr 40 milljónum í 80 milljónir fyrir árið 2015, ef ekkert yrði að gert. 

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin þakkar það fyrst og fremst SightFirst verkefni Lionshreyfingarinnar að árið 2005 hafði blindum fækkað í 37 milljónir.

Í dag eru um 37 milljónir manna eru blindir og er um 80% blindu læknanleg eða má fyrirbyggja. Nýjar ógnanir gegn sjóninni geta fjölgað blindum úr 37 milljónum í  74 milljónir fyrir 2020, ef ekkert er að gert. Þess vegna heldur Lions áfram vinnu við sjónvernd.