Samtökin almannheill

Samtökunum er ætlað:
1. Að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum fyrir almannaheillasamtök og sjálfseignarstofnanir sem starfa í almannaþágu, skapa þessum aðilum hagfellt starfsumhverfi, styrkja ímynd þeirra og efla stöðu þeirra í samfélaginu.

2. Að vera málsvari almannaheillasamtaka gagnvart opinberum aðilum og samfélaginu, stuðla að umræðu um hagsmunamál meðal almannaheillasamtaka og á opinberum vettvangi, og þrýsta á aðgerðir stjórnvalda í málefnum þeirra.

Aðilar að samtökunum geta orðið frjáls félagasamtök með almennan aðgang og lýðræðislega stjórnarhætti, sem skráð eru hjá Hagstofu Íslands, og á einhvern hátt er ætlað að vinna að heill ótiltekins fjölda manna án hagnaðarsjónarmiða þeirra sem reka og stýra félaginu, einnig sjálfseignarstofnanir, sem hafa samskonar markmið.

Stofnfundurinn var sóttur af fulltrúum 12 stórra og öflugra samtaka eða sjálfseignastofnanna sem starfa að almannaheillum og hafa mjög breiða skírskotun út í samfélagið.

Þau samtök sem undirrituðu stofnsamninginn á fundinum voru: Bandalag íslenskra skáta, Blindrafélagið, Hjálparstarf kirkjunnar, Krabbameinsfélag Íslands, Kvenréttindafélag Íslands, Landvernd, Neytendasamtökin, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Ungmennafélag Íslands, Öryrkjabandalag Íslands. Að auki höfðu Geðhjálp og Gróður fyrir fólk ákveðið að gerast stofnaðilar en sáu sér ekki fært að mæta til fundarins.

Undirritun með fyrirvara: Aðstandendafélag aldraðra, Heimili og skóli

Formaður samtakann var kjörin Guðrún Agnarsdóttir frá Krabbameinsfélaginu.

Í aðalstjórn voru kjörnir: Björgólfur Thorsteinsson, Björn Jónsson, Eva Þengilsdóttir, Jónas Guðmundsson, Jónas Þórir Þórisson og Kristinn Halldór Einarsson.

Varastjórn: Björk Einisdóttir, Hildur Helga Gísladóttir, Júlíus Aðalsteinsson, Kristín Jónasdóttir, Stefán Halldórsson, Sveinn Magnússon og Vilmundur Gíslason.

Á næstunni er að vænta frétta frá þessum nýjum samtökum og þá munu helstu áhersluatriði í starfi samtakanna verða kynnt. Samtök sem þessi eru starfandi í vel flestum nágrannlöndum okkar. Ef starfs og rekstraumhverfi almannaheilalsamtaka í nágrannalöndum okkar er borið saman við umhverfið á Íslandi, þá er kemur í ljós að umhverfið virðist mun lakara og óhagfelldara almannheillasamtökum hér á landi.