Samanburður á Ferðaþjónusta blindra og Ferðaþjónusta fatlaðra

Til að varpa nýju ljósi á deilu Blindrafélagsins og þeirra félaga þess sem búsettir eru í Kópavogs og Mosfellsbæ við nefnd bæjarfélög, verður hér birtur samanburður og kostnaðartölur yfir þá tvo ferðaþjónustukosti sem deilan snýst um. Tölurnar eru fengnar frá Reykjavíkurborg, en á vegum Reykjavíkur er bæði rekin Ferðaþjónusta blindra og Ferðaþjónusta fatlaðra.

Ferðaþjónusta blindra:

Farartæki: Leigubílar
Pöntunarfyrirvari: Enginn
Þjónustutími: Allur sólarhringurinn
Hámarks ferðafjöldi: 60 ferðir á mánuði þar af 18 í einkaerindi, annað vegna vinnu, náms eða læknisferða.
Kostnaðarþátttaka notanda á árinu 2011: 350 kr af ferð upp að 3499 kr. 700 kr af 3500 af 4999 kr. ferð, 1050 kr af 5000 – 5999 kr ferð. Fargjald með afslætti greitt fyrir ferðir á tímabilinu frá  kl 23:00 – 07:00, en á þeim tíma er engin kostnaðarþáttaka sveitarfélags.
Meðal kostnaður hverrar ferðar á árinu 2010: 1.454 krónur.
Meðal niðurgreiðsla Reykjavíkur fyir hverja ferð árið 2010: 1.174 krónur.
Einkenni þjónustunnar: Mikill sveigjanleiki og hátt þjónustustig. Kostnaðarþátttaka notanda helst í hendur við aukna þjónustu.

Ferðaþjónusta fatlaðra:

Farartæki: Sérútbúnir og merktir hópferðabílar gerðir fyrir taka hjólastóla
Pöntunarfyrirvari: Allt að 24 klst
Þjónustutími: frá 07:00 – 22:00
Hámarks ferðafjöldi: 60 ferðir á mánuði
Kostnaðarþátttaka á árinu 2011: 175 kr af hverri ferð
Meðal kostnaður hverrar ferðar á árinu 2010: 2.111 krónur.
Meðal niðurgreiðsla borgarinnar á hverja ferð á árinu 2010: 1.971.krónur.
Einkenni þjónustunar: Mjög lítill sveigjanleiki, lágt þjónustustig og föst kostnaðarþátttaka óteng lengd ferðar.

Niðurstaða:

Þjónustuúrræðið sem er ósveigjanlegra, með lægra þjónustustig og mætir ekki einstklingsbundnum þörfum er rúmlega 40% dýrari en sú þjónsuta sem er sveigjanlegri, býður hærra þjónustustig, mætir persónulegum þörfum og stuðlar að kostnaðarvitund notanda .

Hvað velldur afstöðu bæjarstjórna Kópavogs og Mosfellsbæjar um að hafna því alfarið að skoða það fyrirkomulag sem  er hjá Ferðaþjónustu blindra fyri blinda íbúa sína?