Reglur um kosningar í stjórn Blindrafélagsins á aðalfundi 2022.

 

Í 4. mgr. 8. gr. laga Blindrafélagsins er kveðið á um að stjórn félagsins skuli setja reglur um framkvæmd kosninga og utankjörfundaratkvæðagreiðslu í tengslum við kosningu í stjórn Blindrafélagsins á aðalfund þess. Eftirfarandi reglur voru samþykktar á stjórnarfundi 6. apríl:

Reglur um framkvæmd kosninga á aðalfundi Blindrafélagsins 2022:
Aðeins félagsmenn sem greitt hafa félagsgjaldið geta greitt atkvæði.

Félagsmenn geta greitt atkvæði með eftirfarandi hætti:

a) Í rafrænni kosningu í aðgengilegu og öruggu kosningakerfi.
b) Í rafrænni kosningu með aðstoð frá skrifstofu félagsins.
c) Í rafrænni kosningu á aðalfundi.

Kjörgögn skulu útbúin þannig að sem flestir geti kosið á sjálfstæðan máta.

a) Rafræn kosning.

Félagsmaður sem óskar eftir að kjósa rafrænt þarf að óska eftir rafrænu aðgengi að kjörgögnum sem skrifstofa félagsins sér um að veita aðgang að.
Ósk um rafræn kjörgögn og skráning á fundinn fer fram á heimasíðu félagsins, með því að senda póst á blind@blind.is eða með þvi að hringja í síma 525 0000 á skrifstofutíma.
Rafræn auðkenning á félagsmanni skal fara fram áður en opnað er fyrir aðgang að kjörgögnum.
Opið er fyrir þátttöku í rafrænni kosningu frá og með fimmtudeginum 19. maí þar til fundarstjóri aðalfundar lýsir því yfir að búið sé að loka fyrir kosningu. 


b) Rafræn kosning með aðstoð frá skrifstofu félagsins.

Opnað verður fyrir rafræna atkvæðagreiðslu á skrifstofu félagsins fimmtudaginn 19. maí og er hægt að kjósa á opnunartíma skrifstofunnar fram til kl. 16:00 miðvikudaginn 25. maí.
c) Í rafrænni kosningu á aðalfundi. Fer eins fram eins og kosning á skrifstofu með aðstoð frá starfsmönnum félagsins.

Þeir félagsmenn sem ætla að nýta sér það að kjósa rafrænt með aðstoð frá skrifstofu félagsins skulu panta tíma hjá skrifstofunni í síma 525 0000.
Félagsmaður sem ætla að kjósa rafrænt með aðstoð frá skrifstofu félagsins þarf að undirgangast örugga persónu auðkenningu af hálfu skrifstofunnar.
Allir félagsmenn, óháð búsetu, geta mætt á skrifstofu félagsins og greitt atkvæði.
Félagsmönnum stendur til boða að fá aðstoð hjá starfsfólki félagsins við kosningu og er starfsfólkið bundið trúnaði vegna aðstoðarinnar.


Heimilt er að koma með aðstoðarmann til að kjósa. Utanaðkomandi aðstoðarmaður getur hins vegar einungis verið aðstoðarmaður fyrir einn félagsmann.