Í dag voru samþykkt lög frá Alþingi um Stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls. Með samþykkt þessara laga var jafnframt staðfest staða íslensks punktaleturs sem ritmál þeirra sem það þurfa að nota.
Blindrafélagið hafði frumkvæði af því að óska eftir að gefa umsögn umþetta mál. Umsögnin var svohljóðandi:
„Almennt er það afstaða Blindrafélagsins að frumvarpið sé til bóta. Hins vegar saknar félagið að ekki sé hugað að réttindum blindra við setningu slíkra laga og stöðu íslensks punktaleturs (braille). Blindrafélagið telur það réttlát og eðlileg krafa að fest verði í lög að íslenskt punktaletur verði lögfest sem íslenskt ritmál þeirra sem það nota."
Umsögninni fylgdi síðan tillaga til breytinga á frumvarpinu þar sem punktaletur var sett inn sem fullgilt íslenskt ritmál.
Menntamálanefnd Alþingis lagði til að fallist yrði á tillögur Blindrafélagsins og að íslenskt punktaletur yrði lögfest sem íslenskt ritmál. Í þessu felast umtalsverðar réttarbætur fyrir þá sem nota punktaletur og styrkir stöðu þeirra við að fá efni frá hinu opinbera á punktaletri.Tiillögur Blindrafélagins í þessum efnum eru nú orðnar að lögum.