Norrænar sumarbúðir blindra og sjónskertra ungmenna á Íslandi 2009.

Nú líður að hinum árlegu norrænu sumarbúðum sem hafa verið starfræktar frá áttunda áratugnum. Að þessu sinni kemur það í hlut okkar á Íslendinga að halda þær.

Sumarbúðirnar verða haldnar á Selfossi dagana 25. júní til 2. júlí 2009.

Þema búðanna verður íþróttir, útivist og evrópsk matargerð.

Skilyrði til að fá að taka þátt í fjörinu er að vera sjónskertur eða blindur og fæddur á árunum 1979 til 1991.

Þátttökugjald er kr. 16.000.  Innifalið í gjaldinu er gisting, fæði, námsskeið og ferðir.

Hvert land má senda 6 þátttakendur, svo það borgar sig að skrá sig sem fyrst.

Síðasti skráningardagur er 1.apríl nk.

Allar upplýsingar gefur Bergvin Oddsson í síma 895-8582.