Mosfellsbær fellst á að veita blindum íbúa ferðaþjónustuúrræði sem tekur mið af þörfum hans

Mosfellsbær hefur fallist á að mæta kröfum Alexanders Hrafnkelssonar um að veita honum ferðaþjónustuúrræði með leigubílum sem tekur mið af þörfum hans sem blinds einstakling sem rekur sitt eigið fyrirtæki.

Alexander og  kona hans reka hestatamningafyrirtækið Hestasýn. Sökum blindu þá hefur Alexander verið upp á aðra kominn með ferðir til og frá vinnu og til að sinna nauðsynlegum erindum. Samkvæmt lögum ber sveitarfélögum að sjá þeim fötluðu einstaklingum sem ekki geta nýtt sér almenningssamgöngur fyrir ferðaþjónustu. Markmið þeirra þjónustu skal vera að gera viðkomandi einstaklingum kleyft að stunda atvinnu og/eða nám og leggja stund á tómstundir.  

Fram til þessa hefur sú ferðaþjónusta sem Alexander hefur staðið til boða ekki tekið mið af þörfum hans. Voru mál komin í þann farvega að mál Alexanders gegn Mosfellsbæ var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, þann 5 september. Með því samkomulagi sem nú hefur náðst munu málaferlin verða felld niður.

Aðspurður kvaðst Alexander vera ánægður með að samkomulag hefði náðst sem gæfi honum færi að að fara ferða sinni þegar honum hentar án þess að þurfa að panta ferðin með allt að 24 klst fyrirvara. Nú geti hann einfaldlega hringt á leigubíl þegar hann þyrfti að fara á milli bæja og réði nú í fyrsta skiptið í mörg ár yfir sjálfstæðum ferðamáta.

Kristinn Halldór Einarsson formaður Blindrafélagsins kvaðst jafnfram ánægðu með að samkomulaga hefði náðst í þessari deilu. Þetta tiltekna samkomulaga væri í ýmsu frábrugðið því fyrirkomulagi sem fyrir væri, en aðalatriðið væri að úrræðið mætti þörfum Alexanders og gerði honum kleyft verða virkari og sjálfstæðari samfélagsþegn. Nú væri bara Kópavogur eftir, en bæjaryfirvöld þar hafa alfarið hafnað því að bjóða ferðaþjónustu sem tekur mið af persónulegum þörfum blindra íbúa sveitarfélagsins og gerir þeim kleyft að stunda atvinnu eða nám og leggja stund á tómstundir.