Halldór hefur unnið að list sinni í áratugi, hann stundaði nám í Myndlistaskóla Reykjavíkur árið 1965 og 1972 og eftir það í Myndlista og handíðaskóla Íslands. Hann er það sem kallað er lögblindur, er með 2%sjón. Á syningunni ‚‘‘ Ljós í Myrkrinu‘‘ eru til sýnis og sölu 30 málverk sem flest eu nýlega unnin. Halldór líkir vinnslu verka sinna við það að skjóta blindandi ör af boga. Hann hugleiðir mikið og málar verkin fyrst í huganum og þegar tilfinningin er orðin nógu sterk þá vinnur hann verkið á örskotsstund.
Sýningin er opn milli kl 08:00 - 16:00 og stendur yfir til 11 júlí.